Íslenskt bankabygg

Ég hef nú áður romsað í gegnum ágæti þessarar afurðar og hef enn og aftur fengið byggfluguna í hausinn. Geri fastlega ráð fyrir því að bygg muni koma mikið við sögu á þessu bloggi, í margskonar myndum, á næstunni. Tel því viðeigandi að setja inn svo gott sem eina mynd af bygggjörning dagsins.

Kjúlli með byggi, salsasósu og tómötum

Kjúklingabringa skorin í litla bita ásamt einum tómat og smátt skornum rauðlauk. Sett í skál ásamt því magni af byggi sem þig langar að bíta í. Smá skvetta af salsasósu og hot sauce og loks basilika og steinselja. Einfalt, bragðgott og afskaplega fljótgert!

Skera, skála, krydda, hræra og það besta af öllu. Borða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljómandi

Hungradur (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband