15.10.2009 | 20:05
Krydd og aftur krydd
Með réttum kryddum er hægt að gera "lala" mat svo öönaðslega stórkostlega fínan! Það er líka hægt að eyðileggja frábæran mat með of mikið af kryddi eða "röngu kryddi". Sum matvæli eru best kryddlaus og annað verður að krydda til að kynda upp í átvaglinu! Aldrei gott að stija með súrt átvagl á bakinu. Það boðar sjaldan gleði.
Eins og svo oft áður Formannaði ég kjúlla og steikti uppáhalds grænmetið mitt, þessa stundina, upp úr olíu. Kjúllan kryddaði ég einfaldlega með salti og pipar og skar í litla bita. Punkturinn yfir I-ið, í þessum annars dags daglega kjúllarétti, var mitt ástkæra Dukkah krydd. Dukkah með hnetum og karrý! Vá hvað það púslaðist skemmtilega saman með þessu blandi.
Bragðlaukarnir tóku Carmina Burana þegar hlutlaust kjúklingakjötið heilsaði með smjörkenndu sætu grænmetinu og þessu líka flotta kryddi. Mjög jákvætt alltsaman... mjög jákvætt!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjúklingur/Kalkúnn, Kvöldmatur | Breytt 24.9.2010 kl. 10:41 | Facebook
Athugasemdir
Yummy yummy.....thú kannt knepin. Girnó í skálinni. (Gott ad borda fyrir framan imbó thegar horft er á uppáhaldó)
Nú...ef madur er í strangri megrun thá er um ad gera ad háma í sig tvaer skálar og sídan smella á FRIENDS í imbanum.
UPPKÖST GARANTEED
Hungradur (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 20:54
GUARANTEED
Hungradur (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.