22.9.2009 | 09:52
Bláberjagrautur
Hvað er það fyrsta sem þið hugsið um þegar þið heyrið hafragraut nefndan? Heitt gums, stundum hálf bragðlaust, sykur, mjólk... ég er nú búin að útbúa nokkra grauta og þeir geta verið miklu skemmtilegri til átu og ásýndar en margur heldur! Ójá!
Lítið brot af því sem ég hef verið að malla. En... ég hef meðal annars búið til ofurgrauta...
...ísskápsgrauta...
...banana og perugrauta með hörfræjum...
...sætu kartöflu grauta...
...hnetugrauta...
...smákökugrauta...
...pumpkin pie grauta...
...grautarkökur...
...ofnbakaða grauta...
...hafragrauts splitt...
...hráskinku og hunangsmelónuhafra og salsa-egg hafra...
...bolla grauta...
...múslígrauta...
...hnetusmjörskrukkugrauta...
...ljóta grauta...
...bleika grauta...
...græna grauta...
...og síðast en ekki síst. Fjólubláa grauta! Vantar reyndar allt hafragrautsskraut á þessa elsku en það kom ekki að sök. Bláber eru ekkert nema æðisleg! Þó þau séu frosin!
Grautur eins og þér þykir hann bestur (bananagrautur með kanil væri æði hér), 1 skúbba prótein og vanilludropar hitað í potti - nú eða örbylgju. Hella frosnum bláberjunum út í sjóðandi heitan grautinn, hræra sama og sjá hann breyta um lit. Ég setti minn reyndar inn í ísskáp yfir nóttina og gleymdi að taka mynd eftir að skrautið var komið á. En það er allt í lagi. Hann var barasta wünderbar.
Grauturinn er einfaldlega bestur! Það held ég nú.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Uppáhalds | Breytt 24.9.2010 kl. 10:25 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert svo mikill snilli!
Erna (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:00
Ugh.. þetta voru svo góðir grautar! Mjög kát með að grautartímabilið sé aftur að ganga í garð
Elín Helga Egilsdóttir, 22.9.2009 kl. 10:14
OMG! Þetta er æði!
Ég er mikil grautamanneskja og eftir að ég fann síðuna þína hefur opnast alveg nýr heimur á hverjum morgni. Kertaljós og hafragrautur í morgunsárið. Ljúfa líf,ljúfa líf...
Hafragrautsknús og kossar á þig.
Elísa (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 17:48
Hihi takk fyrir og .. woohooo! Tvöfalt húrra fyrir kertaljósum og graut!
Elín Helga Egilsdóttir, 23.9.2009 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.