Vampírukisi og viðbit á laugardegi

Aumingja kisinn minn er slappur og fúll. Getur svosum sjálfum sér um kennt, ég segi það ekki. Hann er með vampírubit eftir annan slagsmálakött á framfætinum. Bólginn og illa haldinn fórum við með hann til dýralæknis í morgun þar sem hann fékk sprautur og núna liggur hann hálf úldinn yfir lyklaborðinu - sem gerir þessi skrif mín mjög krefjandi.

Þrátt fyrir umönnunarstörf og vorkunn, í garð úldnakisa, stoppaði það mig ekki í því að næla mér í mat í kaffinu. Eggjahvítukaka með kanil, stöppuðum banana og möndlum, meiri möndlur mín kæru og jújú, kanilstráð epli.

Eggjahvítukaka með stöppuðum banana, möndlum og kanilstráðu epli

Kanil- og möndlukóma tekur nú við, á þessum annars ágæta laugardegi, í bland við kattardekur og almenna leti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband