Möndluhúðuð kjúklingabringa

Möndlur eru bara ekki nóg í kaffinu! Ekki þegar möndlu-craving er allsráðandi, jafnvel sterkara en grænubaunalöngun mín um daginn! Nokkuð mikið sagt þar!

Jæja. Hrærði saman 1 msk dijon sinnepi, 1 msk grófu dijon, rúmlega tsk hunangs dijon og 1 tsk balsamic ediki, í skál. Bringunum velti ég upp úr sinnepsblöndunni og þarnæst upp úr möndluflögum sem ég hafði stráð á grunnan disk. Beinustu leið þaðan ofan í eldfast mót og inn í 180 gráðu heitan ofn. Ætli þær hafi ekki fengið að malla í 25 - 30 mínútur.

Möndluhúðuð kjúklingabringa

Möndlurnar festast ekki vel á, þarf að vanda vel til verks ef þú vilt að bringan líti svaðalega vel út. Kjúllinn, með möndlunum og sinnepinum, bragðaðist samt afskaplega vel og ég kem pottþétt til með að útbúa þetta aftur.

Með kjúllanum hafði ég 2 niðurskorna tómata, 1/2 bolla grænar baunir og jújú.. meira af möndlum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband