Hermikráka

Nýtti mér kvöldmatarhugmynd miðvikudagsins í hádeginu í dag.

1. Af því að ég fíla upprúllaðan mat í kálblöðum þessa stundina!

2. Af því að ég á kálhaus heima sem er jafn stór og tunglið Shocking Hann skal nýta!

Bjó mér til hálfgert kjúklingasalat í gær, svipað og ég hef gert áður, með tómötum, sætri kartöflu, grænum baunum, jalapeno, dukkah og öðrum gleðilegheitum. Pakkaði svo niður kálblöðum og salati og skúbbaði með mér í vinnuna.

Kjúklingasalat umvafið kálblaði

Eins og ég hef sagt svo oft áður, þá er, af einhverjum ástæðum, miklu meira fútt í því að borða mat, þegar búið er að rúlla honum upp! Kannski af því að það er svo gaman að geta borðað matinn með höndunum, sem gæti mögulega leitt þá staðreynd af sér að kannski sé svona stutt síðan átvaglið sveiflaði sér niður úr trjánum, ég veit það ekki - en hver sem ástæðan er, þá kætir þessi framsetning á mat mig alltaf jafn mikið!

Húrra fyrir þeim sem bjó til burrito númer 1!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Naes.  Rétt ad nýta allan mat og henda engu.

Hungradur (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 11:57

2 Smámynd: Valkyrja

Þarf að prufa þetta ...

Góða helgi

Valkyrja, 11.9.2009 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband