Nýtt prógram, meiri matur

Það held ég nú. Var að spögúlera í því að sjússa upp á æfingaprógramið mitt.. alltaf jákvætt að breyta aðeins til. Bæti við einum lyftingadegi og fækka brennsludögum um einn. Sem þýðir örlitlar breytingar á matarplani. Verður gaman að sjá hvernig áhrif þetta hefur á skrokk og árangur. Var í gamni að telja saman hitaeiningarnar sem ég set ofan í mig, á lyftingadögum, og þær eru yfirleitt í kringum 2000, og rúmlega það. Bensínlaus bíll kemst ekki langt, þannig er það nú bara!

Annars get ég nú ekki sagt að geimvísindi hafi einkennt hádegismatinn í dag. Einfaldur með meiru, en ávallt góður. Um það bil 150 gr. af kjúlla, 2 tómatar, smá grænmeti og kartöflur. Balsamic edikið svínvirkar í hvert skipti.

Kjúlli, grænmeti og teitur. Alltaf gott!

Ég veit samt ekki alveg af hverju balsamic edikið virkar eins og svín... en svo mikið er víst, og svo mikið veit ég, að umrætt svín er allsvaðalega frábært!

Vísindavefurinn veit svarið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband