Einföld hráefni, æðisleg útkoma

Gott, gott, gott! Fjögur hráefni umbreyttust í æðislega máltíð með aðstoð herra Foreman og náins vinar hans, örbylgjuofnsins! Jújú, nútíma letieldamennska í sinni hreinustu mynd! Ungfrúin var svöng þegar hún kom heim úr vinnunni og skrokkurinn hreinlega gargaði á mat hið snarasta.

Grilluð kjúklingabringa með grilluðu grænmeti og AB-mjólk og lauk-chutney sósu

Frosin kjúklingabringa inn í örbylgju og afþýdd með hraði. Eftir það var dýrið kryddað með oregano, timian, basil, pipar og smá salti og skellt í grillun a-la Foreman, ásamt tómötum og rauðlauk. Á meðan hitaði ég sæta kartöflu í örbylgjunni. Þegar mín heittelskaða sæta kartafla var að verða til skellti ég henni í grillið með hinu gúmmulaðinu svo hún fengi nú líka fallegar grill rendur. Allt fyrir útlitið!

Grilluð kjúklingabringa með grilluðu grænmeti ásamt AB-mjólk og lauk-chutney sósu

Yfir tómatana fór smávegis þurrkuð steinselja og salt. Aukalega hafði ég með þessu lauk-chutney blandað saman við AB-mjólk. Kom æðislega vel út. Hefði eiginlega ekki þurft því kjötið og tómatarnir voru svo safarík blanda, en kjúllinn og kartaflan áttu vel saman með sósunni. Mmmmhh...

Glæsilega fínt grillað grænmeti

Voila! Hollt, gott, fljótlegt - hráefni sem flestallir eiga til á lager! Bambinn kátur í dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu Elín, sæt kartafla inní örbylgju, nenniru að útskýra það fyrir mér aðeins....??

inam (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 17:48

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sæt kartafla - inn í örbylgju - stilla á kartöflustillingu - hita þangað til mjúk!

Ef heil sæt kartafla - stinga hana með gaffli nokkrum sinnum - ofur kartöflustillingin - mjúk!

Ójes beibí!

Held það sé líka alveg hægt að henda þeim beint inn í örbylgjuna án þess að nota einhverja snobbstillingu.

Elín Helga Egilsdóttir, 28.8.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband