Allt er þegar þrennt er!

Menninganótt og ég sit hér heima, á erfitt með að loka augunum sökum seddu, með bumbuna út í loftið og góni á bíómynd! Gullfalleg sjón, ég get lofað ykkur því. Wink Nokkur kerti eru heiðruð með litlum loga og lamparnir mínir fá að njóta sín fullkomlega.

Uppáhalds steinalampi

Allir lamparnir mínir! Líka þessir tveir litlu undir loðkollinum!

Kattalampi

Ahh hvað það er notalegt að vera hér heima! Við vorum að koma úr þriðju matarveislu þessarrar viku. Síðasta matarboð sumarsins. September verður meinlæta-mánuður mikill og áti verður haldið í lágmarki. Amk áti umfram það sem þarf til að halda skrokknum gangandi. Fiestan átti sér stað í Gúmmulaðikastalanum. Ég læt myndirnar tala sínu máli!

Fyrsti hluti!

Bananabrauð a-la amma, koníaksleginn-, reyktur- og graflax, rækjukokteill a-la amma (best í heimi) og ávaxabakki.

Forréttir - Síðasta matarboð sumarsins

Annar hluti!

Móaflatarkjúlli!

Aðalréttur - Síðasta matarboð sumarsins

Þriðji hluti!

Sítrónu frómas a-la Amma, ís, hollustu-afmæliskakan, innbakaður Camembert með möndlum, sultu og döðlu ásamt vínberjum a-la Moi.

Eftirréttir - Síðasta matarboð sumarsins

Guð minn góður! Ef þetta er ekki matarklám þá veit ég ekki hvað! Ég er að springa - ég veit ekki hversu mikið magn af ís ein kroppur getur í sig látið, en ég held ég toppi alla skala! Hollustu-afmæliskakan, það sem eftir var af henni, þótti ofur, mér til mikillar hamingju og gleði!

Jæja mín kæru. Hollustu múrar heimsins hrundu í dag og urðu að dufti! Njótið þess að vera til á menningarnótt og hafið ljúft það sem eftir lifir kvöldsins! I know I will Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

((rooooop)))

Fáðu nú Wicked Paulsen til þess að baka á þér bumbuna, helst í hringi - gerir sitt gagn

dossan (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 23:53

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég er ekki viss... ekki þegar ástandið var jafn slæmt og í gær!

Elín Helga Egilsdóttir, 23.8.2009 kl. 15:38

3 identicon

Kósí, kósí! og kisi kúrir undir kolli.

Hungradur (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband