22.8.2009 | 12:35
Góður dagur...
...ég finn það á mér!
Alltaf ágætt að byrja daginn, eftir svaðalegt át, á einhverju léttu og ljúffengu. Gott fyrir líkamann og sálartetrið. Líka ágætt að borða létt og lúffengt sama dag og svaðalegt át er á matseðlinum. Þó aðallega svo pláss sé fyrir allt ljúfmetið sem fyrir höndm munni er, um kvöldið! Þetta var því hinn fullkomni hádegismatur. Skyr, prótein, múslí...
...og ískalt brakandi epli.
Einfalt, mettandi, átvaglið sátt og hlakkar mikið til kvöldsins!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Morgunmatur, Prótein, Skyr | Breytt 23.9.2010 kl. 22:19 | Facebook
Athugasemdir
Sæl
þakka þér fyrir frábæra síðu, mig langar til að spyrja þig að einu : hvar færðu wassapi-hnetur ?
kveðja gua
gua (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 19:32
Takk fyrir það Gua
Þú getur fengið Wasabi hnetur í t.d. Krónunni, Hagkaup (hnetubarnum), Söstrene Grenes í Smáralind - alveg örugglega á fleiri stöðum. En þetta eru þeir staðir sem ég man eftir í augnablikinu.
Elín Helga Egilsdóttir, 22.8.2009 kl. 21:38
Takk fyrir þetta
kv.gua
gua (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.