Hollustukaka sem ekki þarf að baka

Bjó til ofurheilsu-afmælisköku fyrir mömmu. Fann uppskrift um daginn sem ég Ell-aði svolítið upp. Hrákaka full af döðlum og gleðilegheitum. Mamman er eins og ég, döðluæta. Uppskriftina er hægt að dúlla sér með eftir hentisemi. Bæta í hana fleiri/færri hnetum, þurrkuðum/ferskum ávöxtum, múslí - í raun hverju sem er.

Döðlu- og banana súkkulaðikaka með valhnetum og kókos

Döðlu og banana súkkulaðikaka með valhnetum og kókos500 gr. döðlur. Ég notaði 300. gr. þurrkaðar og 200. gr ferskar.

2 mjög vel þroskaðir bananar

1 tappi vanilludropar. Má sleppa.

3 msk. kakó. Meira ef vill.

1 bolli hafrar. Mætti mylja hafrana í matvinnsluvél.

70. gr kókosolía

100 gr. muldar valhnetur

50 gr. dökkir súkkulaðibitar. Má sleppa ef vill.

Hræra döðlur saman í matvinnsluvél þangað til nokkuð vel blandaðar. Bæta þá bönununum við. Rest af hráefnum bætt út í nema valhnetum og súkkulaðibitum. Ef það er ekki til matvinnsluvél á heimilinu þá er flott að hita döðlurnar í t.d. örbylgju, merja þær og blanda svo bönununum við. Hella blöndunni í skál og bæta út í hana valhnetum og 30 gr. súkkulaðibitum. Hella blöndunni í mót og inn í ísskáp í amk 2 tíma.

Döðlu og banana súkkulaðikaka með valhnetum og kókos

Ég blandaði svo smá olíu, hunangi og salti saman við möndluflögur og ristaði í ofni. Möndlurnar setti ég yfir kökuna og stráði rest af súkkulaðibitum og kókos yfir þær.

Döðlu og banana súkkulaðikaka með valhnetum og kókos

Þetta var æði. Virkilega góð og skemmtileg að borða. Væri flott að setja hana í frystinn rétt áður en hún er borin fram því blandan verður aldrei eins og "kaka". Meira eins og þykkur búðingur. Til að gera kökuna "kökulegri" væri t.d. hægt að setja meira af höfrum og jafnvel nota bara þurrkaðar döðlur. En mér fannst hún æði nákvæmlega eins og hún var. Fór með hana í ömmuveislu um helgina og komst að því að ís og þessi kaka eiga afskaplega vel saman (má ekki vera of hollt á nammidögum Wink)  Mmmmm... þessa geri ég pottþétt aftur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slef samstundis!  Ís og thessi kaka...superkombó!

Hungradur (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 09:40

2 identicon

Hellir Elínar!   Thú gaetir verid íslenska svarid vid AnneMad.   Ég sé thig fyrir mér í hlutverki dönsku Önnu.

http://www.dr.dk/odp/player.aspx?mt=frontpagetab&st=frontpageTab_0

Programmer:  AnneMad ...smelltu á: se mere

Hungradur (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 09:52

3 identicon


Sæl Elín, alltaf jafngirnilegt að lesa eftir þig og þess vegna dettur mér í hug að spyrja hvort þú eigir kannski í fórum þínum uppskrift að hafraklöttum, svipuðum þeim sem Matarkistan framleiðir? Svakalega góðir, en svolítið dýrir og á krepputímum munar um að geta kannski bara gert þetta sjálfur...

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 15:50

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ójá Hungraður, svo sannarlega súperkombó!!

Nanna: Ég er reyndar ekki með uppskrift hérna á þessari síðu, en ég hef verið að dunda mér við að útbúa samskonar hafraklatta í formi granola-stanga. Ég skal henda inn einni uppskrift við tækifæri. Þá getur líka hver og einn leikið sér með grunninn eins og hentar hverju sinni 

Elín Helga Egilsdóttir, 24.8.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband