19.8.2009 | 12:44
Heimatilbúið slangur
Ofan- og neðangreint tengist mat afskaplega lítið, biðst forláts á því, en ég er búin að vera flissandi yfir þessu síðan í gær og ákvað því að deila með ykkur gleði minni. Lítið brot af fjöslkylduslangri sem sýnir hvað felst í því að vera partur af Spaghettisen! Þetta er að öllum líkindum ekki fyndið fyrir neinn nema mig
Ég geri ráð fyrir því að allar fjölskyldur eigi sitt eigið tungumál. Brandara og orðatiltæki sem enginn utanaðkomandi skilur nema útskýrt sé.
Við í minni fjölskyldu erum miklir slangrarar og Ásbúðaríska og Spaghettihjal er mikið notað.
Orð:
Musi = rass.
Dabbinn = stóru tærnar á mömmu. Því þær líta út eins og hausinn á Davíði Oddssyni.
Gúmmulaðikastalinn = heima hjá ömmu og afa.
Gúmmulaðihöllin = heima hjá mömmu og pabba.
Gúmmulaðihellirinn = heima hjá mér.
Skrandi, skrandmann = hundur, þó yfirleitt Monsi, gamli hundurinn hennar ömmu.
Vondvatna = sódavatn, pepsimax eða moldvarpa eftir atvikum.
Jesúskór, sandalefem = Sandalarnir hans pabba. Einu skórnir sem hann notar. Líka í snjó!
Spaghettisen = fjölskyldan mín
Krilla = lítil stelpa eða kettlingur.
Sleppa, grásleppa = stelpa á aldrinum 8 -13 ára. Mjög nákvæmt hérna.
Bambi = magi.
Bobbi = nafli.
Hafnafjarðarkræklur = fæturnir á systur minni, mér og pabba.
Gúmfey = eitthvað sem er notaleg.
Krumsulegur = slappur.
Orðatiltæki/athæfi:
Joð = t.d. olía. Líka notað þegar laga þarf eitthvað. "Penslum það með joði".
Baka einhvern = klóra á bakinu, gera gott við bak. "Viltu baka mig?"
Verið þið óhrædd = "má bóða þér meira" - "Fáðu þér meira".
Klæja ferlega = Sólarexem. Vitnað í Spánarferð. Hótelið hét Playa Ferrera og allir fengu hræðilegt sólarexem.
"Natten skratten" og "nótt í hausinn á þér" = góða nótt.
Á ég að dreka þig? = ef ógna skal fjölskyldumeðlim t.d. þegar hann er að stela síðustu kökunni.
Fuglenpipendansen = Dansa nakinn kringum rúm konunnar, í svörtum sokkum einum fata, á aðfangadagskvöld, svo konan æpi af skelfingu, uppfull af seddu og gjöfum, og skríði aftur undir sængina í mikilli geðshræringu.
Pútta = Breiða sæng yfir einstakling og pakka honum inn í hana eins og pulsu. "Viltu pútta mig?"
Brúmfadda = purra á maga.
Skranda = vesenast. "Var að skranda til klukkan 4 í gær...". Monsi, hundurinn hennar ömmu var alltaf að vesenast eitthvað.
Einstaklingar:
Gæji svali = afi.
Jesúmaðurinn, sandalafem, evil jesus, Eggið = pabbi.
Jóseppur og Mörfía = pabbi og mamma.
Múmfey = Mamma.
Biðukolla = gráhærð kona, yfirleitt átt við ömmu.
Löggi = Jökull frændi.
Fúfú eða Villimann = systir mín.
Dossa = Soffía frænka (já.. Soffía frænka).
Legga, Sprella, álegg, Leggos, Egglos, Sprelliband, Elli frændi = Ég.
"Þöngull og Þrasi", "Leðurtöskurnar" = afi og amma.
Snepill og Snigill = Ég og systir mín.
Mister Paulsen, Wicked Paulsen = Palli.
Góðir tímar! Annars á hún amma mín afmæli í dag, 72 ára takk fyrir góðan daginn. Til lukku með daginn þinn elsku besta. Við ætlum að koma henni á óvart í kvöld með út-að-borðelsi á Pottinum og Pönnunni. Heppin ég að biðukollan noti ekki netið
Annað í fréttum: Til að halda í tilgang þessa bloggs þá er hér örlítil mynd af því sem ég fékk mér í hádegismat í dag!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hugleiðingar, Vinir og fjölskylda | Breytt 23.9.2010 kl. 22:17 | Facebook
Athugasemdir
Hhohoho...þetta er nú meira bullið:):)
Okkur verður illt í Bobbanum og Bambanum þegar við erum búin að borða upp úr Pottinum og Pönnunni;)
mörfía (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 12:49
Fuglenpipendansen ? ..... þori ekki að spyrja ..............
Halla (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 12:54
Ó Halla mín.. þarft ekki að spyrja. Það stendur, blákalt og hræðilegt, á blogginu fyrir umheiminn að sjá!
Já, bobbar og bambar verða kátir í kvöld. Svo mikið er víst.
Elín Helga Egilsdóttir, 19.8.2009 kl. 12:57
Thetta er nú meiri kínverskan....thad eina sem ég hef heyrt sem eitthvad nálaegt thessu er: "fardu ad sofa í hausinn á thér"...kannast einhver vid thad?
Hungradur (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 13:07
"fardu ad sofa í hausinn á thér"
Þetta könnumst við vel við Hver er Hungradur??? Þekkjum við þig?
Dossa (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 13:14
Hahahaha mér finnst fuglenpipendansen best. Hefur þetta virkilega komið það oft til tals að um það hafi þróast sérstakt hugtak??
Frábær færsla annars!
Erna (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 13:38
Já...og svo thetta med gúmmuladi...ég kannast vid gúmmeladi...e í stad u.
Hungradur (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 13:47
Hmmmm...... gúmmelaði indeed! Við þekkjum þig semsé, engin hint??
Dossa (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 13:58
Fuglenpipendansen - epískt skal ég ykkur segja!
Hihi.. gúmmelaði er jarðaber með súkkulaði. Gúmmulaði er bara jarðaber
Elín Helga Egilsdóttir, 19.8.2009 kl. 14:03
aaaaahhh - við erum mjög fín!
Þú gleymdir að segja að þessi mynd var tekin bara um seinustu helgi
Dossa (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:51
Þessi pistill þinn er alveg Gúmfey .
Er ekki orðabók í smíðum?
Bestu kveðjur og í guðanna bænum haltu þessum bráðskemmtilegheitum áfram.
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 23:11
Verzt fannzt mér að ég skildi rúmlega helmínginn & þekki þig þó ekki bíldudalz !
Steingrímur Helgason, 20.8.2009 kl. 00:16
Það er nú nokkuð vel af sér vikið Steingrímur! Þú myndir standast spaghettiprófið glimrandi glansandi
Orðabók.. jújú eeeelsku besta. Þetta verður jólabókin í ár! (næstum því)
Elín Helga Egilsdóttir, 20.8.2009 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.