Afmælis amma

Sjáið nú bara hvað hún er sæt og fín! Óvænt myndataka enda amman sérlega hissa á svipinn.

Afmælis amman

Allir að góna í matseðlana, nema yfirlýstu ættarhöfðingjarnir og Abbý ofurfrænka!

Potturinn og Pannan - óvænt afmælisboð

Ég byrjaði á grænmetissúpu og eggi, smá brauði og eplakrumsi. Eplakrums og brauð ekki myndað sökum ljótleika á disk. Þvílíkt subb hefur sjaldan eða aldrei verið fest á mynd!

Grænmetissúpa og egg

Afmælisbarnið byrjaði á koníaksleginni humarsúpu sem reyndist vera rúmir tveir lítrar, afa til mikillar gleði. Gamlan fékk sér þrjár skeiðar og svo gekk súpan í erfðir eftir aldri og græðgis-stuðli!

Amma og ofursúpan

Aðalréttur hjá mér var steinbítur í mangósósu með rækjum! Barasta fínn. En... barasta fínn!

Steinbítur í mangósósu

Í Spaghettisen afmælisgleðinni fannst svo leynigestur. Hann sat með okkur allt kvöldið, ánægður með lífið, tilveruna, bílinn sinn og lætin í okkur þegar afmælissöngurinn var fluttur. Fengum loks formlega staðfest að herramaðurinn heitir Rökkvi. Ekki partur af Nielsen liðinu en svakalega fínn kandídat! Smile

Rökkvi leynigestur

Rúmum tveimur tímum seinna, fjórum afmælissöngvum, óvæntum afmælis-eftirrétt og mikilli gleði hjá Rökkva var förinni heitið heim! Mamma tók sig til og kvaddi fyrir hönd Potts og Pönnu með stórkostlegum tilþrifum. Þetta vakti mikla kátínu borðgesta.

Gleði og glaumur

Jæja, þá er ein veisla búin af þremur! Næstu tveir laugardagar fara í mikið át og almenna hamingju. Það mætti halda að jólin væru mætt á svæðið, svo þétt er matardagskráin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æffff.....hefðum átt að fá að taka krílið með heim í doggiebag, hann var of sætur

Dossa (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 23:57

2 identicon

Til hamingju með ömmuna! Og hinn nýja fjölskyldumeðlim auðvitað. ;)

Erna (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 09:16

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Já. Það hefði verið góð hugmynd.. hann er svo mikið krúútt!

Takk fyrir það Erna. Nýi meðlimurinn stóð sig stórkostlega vel í öllum látunum

Elín Helga Egilsdóttir, 20.8.2009 kl. 09:21

4 identicon

Svabbs er eins og einhver dímon fyrir ofan haus ammlisömmunnar, sjáðu augun

Dossan (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband