20.8.2009 | 17:42
Eggjahvítu burrito með reyktum laxi, 'wasabi baunum' og grænmeti
Ég held áfram að rúlla matnum mínum upp. Það er bara svo gaman að borða hann þannig!
3 eggjahvítur hrærðar saman, má krydda eftir smekk. Hellt á heita pönnu og hálfgerð pönnukaka útbúin. Það væri líka hægt að útbúa heilhveiti crepe ef eggjahvítukakan er ekki spennó. Nú eða bara nota búðarkeypta heilhveiti tortillu. Þær eru flottar.
100 gr. af reyktum laxi raðað á pönnukökuna, þarnæst smá hrísgrjónum og "salsa" mauki. Hallæris mauk verð ég að segja. Skar 2 tómata smátt, sneið af smátt skornum rauðlauk, pínkulítið af hvítlauk og hrærði saman með þurrkaðri steinselju. Var samt gott á bragðið.
Ofan á hallærismaukið fóru 'wasabi-baunir'. Svipað og í laxarúllunni um daginn þá hrærði ég saman létt AB, wasabi mauki, hrísgrjónaediki, hunangi, dilli, dijon og sítrónusafa.
Ofan á baunirnar avocadosneiðar.
Burritonum rúllaði ég svo upp, skv. lögum og reglum burrito upprúllunar, og borðaði með mikilli áfergju. Passa bara, að ef notuð er eggjahvítu tortilla þá á hún til að rifna. Rúlla dýrinu varlega upp svo laxinn leggi ekki á flótta.
Ég vafði mínum meira að segja upp í álpappír.
Þetta var fínt. Afskaplega gott og gleðilegt. Setti slatta af wasabi-dressingunni.. mmmmm! Inn í þetta má svosum setja hvað sem er. Hvað er ykkar uppáhalds uppfyllingarefni?
Mikið er reyktur lax æðislega góður!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Egg, Fiskur, Kvöldmatur | Breytt 23.9.2010 kl. 22:16 | Facebook
Athugasemdir
Haha, viðurkenndu að þú vafðir þessu inn í álpappír til þess að fá Serranosfílinginn
Dossa (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 19:20
Ég neiiii.... serrano... hvað meinarðu
Elín Helga Egilsdóttir, 20.8.2009 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.