Hvernig skal laxinn framreiða?

Ég var ekki viss. Eina sem ég vissi var að mig langaði í reyktan lax. Svo hann var keyptur! Eggjahvítuburrito með reyktum lax, capers, tómat, rauðlauk og dillsósu? Hrísgrjóna-laxaréttur með grænum baunum og niðurskornu grænmeti? Laxaklattar með rjómaosti, avocado og góðri dressingu? Nennti ekki að standa í því að hita eitt né neitt svo ég tók þann pólinn í hæðina að rúlla laxinum utan um brún grjón og grænmeti og búa til þykjustunni "Inside out" sushi!

Hráefni í þykjustunni

Lagði laxaflökin á disk og dreifði brúnum grjónum þar yfir.

Reyktur lax og brún grjón

Þarnæst gúrku, smá tómat, mango og loks wasabi-dressingu sem var ææðisleg. Létt AB-mjólk, wasabi mauk, smá hunangs dijon og dropi hunang.

Reyktur lax, brún grjón, grænmeti og wasabi dressing

Rúllaði upp og hananú! Þykjustunni sushi! Reykt laxarúlla með brúnum grjónum, grænmeti, mango og wasabi dressingu!

Þykjustunni sushi rúlla með brúnum grjónum, grænmeti og wasabi dressingu

Yfir rúlluna sáldraði ég svo Dukkah með möndlum og aðeins meira af dilli.

Reykt-laxarúlla með brúnum grjónum, grænmeti, mango og wasabi sósu

Þetta var geypilega gott þó ómerkilegt sé. Wasabi dressingin var fullkomin á móti reyktum laxinum. Wasabi-ið gaf gott kikk og bragðið af laxinum, á móti sætunni í sósunnu, mildu grænmetinu og sæt/súru mangó, var fullkomið! Grjónin voru svo toppurinn því þau eru aðeins undir tönn og gaman að bíta í!

Reykt-laxarúlla með brúnum grjónum, grænmeti, mango og wasabi sósu

Gleði og hamingja! Aðeins öðruvísi, gaman að búa til, skemmtilegt að borða. Þetta ætla ég að gera einhverntíman aftur með meiri tilþrifum. Rúlla þéttar, geyma í ísskáp... Ætli ég verði samt ekki kærð fyrir að bendla þennan gjörnin við sushi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Freyr Ingvarsson

Þetta er alveg ótrúlega girnilegur réttur. Takk.

Ragnar Freyr Ingvarsson, 13.8.2009 kl. 21:21

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Óóóó hvað þetta er girnilegt

Jóna Á. Gísladóttir, 13.8.2009 kl. 22:18

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þakka ykkur kærlega fyrir. Þetta var sérstaklega gleðilegt að borða

Elín Helga Egilsdóttir, 14.8.2009 kl. 09:03

4 identicon

Úff hvað mig langar!

Erna (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:54

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þú færð - samt ekki fyrr en í desember... eða janúar, fer eftir ýmsu

Elín Helga Egilsdóttir, 14.8.2009 kl. 10:17

6 identicon

Rosalega gott og rosalega hollt!  Myndirnar fá mann til thess ad slefa.  Thótt ekki sé thad alveg eins hollt thá finnst mér eftirfarandi ansi gód morgunmatarkombó:  Rúnstykki med reyktum laxi, linsodin egg og te...allt blandad saman í munni.

Hungradur (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 11:39

7 identicon

Vá, hvað þetta er girnilegt, slef...

en fyrir þá óvönu í sushi-inu - hvernig eru  hlutföllinn í dressingunni hjá þér? Þetta gæti ég hugsað mér á morgun sko, þvílíkt sem myndirnar kalla á mann

r (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:02

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Gaman að heyra þetta r. Vonandi líkar þér vel ef þú prófar

Oh, ég vildi að ég gæti sagt nákvæmlega. En ég bætti bara við wasabi mauki, hunangs dijon sinnepi, hunangi og dilli úr í AB-mjólkina eftir smekk. Ég hafði mína dressingu mjög sterka Ætli ég hafi ekki sett um það bil 1/2 - 1 dl af AB-mjólkinni, mest af wasabi, þarnæst sinnepið og smá hunang. Dillið, jah, 1 tsk kannski? Þú gætir líka notað t.d. sýrðan rjóma eða gríska jógúrt ef þú vilt ekki nota AB-mjólkina.

Elín Helga Egilsdóttir, 14.8.2009 kl. 18:38

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Kannski ágætt að taka það líka fram að ég notaði alls ekki alla dressinguna. Notaði bara rétt yfir grænmetið og kannski píínku meira en það

Elín Helga Egilsdóttir, 14.8.2009 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband