13.8.2009 | 09:33
Hvað leynist í nammiskápnum?
Nammiskápurinn! Uppáhalds staðurinn í eldhúsi Gúmmulaðihellisins! Ef ég týnist, þá er mjög gott gisk að leita að mér hjá nammiskápnum, gónandi, fiktandi nú eða nartandi! Sanka að mér hlutum héðan og þaðan og er komin með nokkuð gott safn. Ef ég rekst á eitthvað sniðugt í leit minni að hinu fullkomna grautarskrauti þá kippi ég því með og það endar í nammiskápnum.
Þessi skápur inniheldur part af hafragrauts og morgunverðarmalli! Restina er að finna í ísskápnum í formi hnetusmjörs, þurrkaðra ávaxta, sultu, graskersmauks og/eða skyrs.
Meðal hráefna, af því sem til er í dag, eru súkkulaði og butterscotch bitar. Það er nom sem notað er um helgar og á átvaglsdögum! Aðallega út á grauta - mikið gott þegar þetta bráðnar ofan í grautinn!
Hnetubland - þetta keypti ég í Nettó. Allskonar góðar blöndur þar.
Hnetur af ýmsum toga. Gott að eiga út á morgunmat eða í bakstur.
Meira hnetu-, fræ- og ávaxtabland. Keypt í superofurmegastore í Smáralind. Man aldrei hvað hún heitir þessi búð! Eðal fínt út á grauta eða sem nasl.
Hunangssafnið. Acacia hunang er sparihunang. Blómahunangið kaupi ég í Bónus, mjög bragðgott. Litlu dósirnar gaf mamma mér frá Akureyri og svo eru þarna í felum "Pollen". Á eftir að finna góð not fyrir þau! Mjög vond á bragðið, en sæt - ágæt út á grauta.
Rúslurnar mínar. Í annarri dollunni leynast þó þurrkaðar apríkósur.
Hnetur og hnetur. Möndlur og pistasíur í stóru ílátunum. Makademia hnetur, blandaðar "grauts" hnetur, kókos og rúsínur að trodda sér inn á myndina.
Fræ. Sólblómafræ, sesamfræ, fimm korna blanda, hörfræ, furuhnetur.
Múslíin mín. Hafrar, hafra og ávaxtamúslí, hnetu- og fræ múslí, Sólskynsmúslí, allBran... svo er yfirleitt til Weetabix, special K og Cheerios.
Gott að mylja út á graut og/eða skyr. Núh... eða bara sem nart.
Hnetusmjörin, smávægis lager. Stóra dollan innihélt heimatilbúið kanil og rúslu möndlusmjör, litla dollan geymir hreint möndlusmjör, hinar tvær aðkeyptar en góðar. Blandaðar hnetur. Boxið felur mulin hörfæ.
Þá er það upptalið í bili. Stundum er lagerinn stærri, stundum minni - en skápurinn er góður! Ójá, skápurinn er uppáhalds!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hugleiðingar | Breytt 23.9.2010 kl. 22:13 | Facebook
Athugasemdir
Gott safn! Fínar myndir og gaman ad skoda thaer.
Hungradur (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 10:30
mér er sem ég heyri í Poulsen-horsen þar sem hann finnur þig inni í skáp og grátbiður þig að koma nú út úr skápnum
Svaga (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 10:53
Heyyyy - það vantar alveg Snickers í þennan nammiskáp - það eru hnetur í því
Dossa (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 10:57
Hahahaha... En þetta er svo góður skápur til að vera inní! Það væri líklega hægt að lokka mig út úr honum með ís - veit samt ekki hvort Paulsen yrði ánægður með það!
Það er rétt. Fjárfersta í Snickersi til að eiga á allra heilögustu nammidögum til að mylja út á grauta með smá þeytirjóma? Oh yes...
Elín Helga Egilsdóttir, 13.8.2009 kl. 11:04
Hehe, vissi að þú gætir nýtt þér Snickers, enda er það snilldin ein!
Gleymdi einum augljósum: Ella mín, you´re nuts
Dossan (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 11:08
Nuts for nuts.
Og takk fyrir þetta hungraður
Elín Helga Egilsdóttir, 13.8.2009 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.