11.8.2009 | 18:26
Aðeins of svöng
Svo svöng að skjálfti og svimi tóku völdin. Aðeins of svöng til að elda, aðeins of svöng til að hugsa um að elda svo málinu var reddað! Siam - réttur 35 fyrir mig, réttur 2 fyrir Mister Paulsen sem núna þjáist af kvefi, almennum verkjum og leiðindum. Ég var knústuð í kram þegar ég kom heim með dýrðina! Páll hinn sárþjáði er með hrísgrjónaáráttu á háu stigi!
120 gr. kjúklingabringa, 1/2 bolli brún grjón og 1/2 bolli grænar eðalbaunir. Þvílík hamingja og gleði fyrir svangan kropp, og viti menn, rétturinn svona líka fallegur á litinn!
Heyrðu jú - ég hitaði grænu baunirnar! Eitt klapp fyrir því!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Ég tel að þú borðir meira af grænum baunum en góðu hófi gegnir. Yfirgnæfandi líkur eru á að þú verðir eins og Hulk á litinn innan tíðar. Það er ekki rétt að það sjáist minna í kjúllann en grænurnar, það er bara ekki rétt!
Ég er áhyggjufull! Bötnunarhilsen til Paulsen í kroppen, greyjen :)
dossa (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 21:32
Betra að vera með grænubaunacraving en Snickers craving! Best að vera með ís-craving en það er allt önnur saga! Allt er vænt sem vel er grænt... líka Hulk! Þú ættir að testa baunirnar. Þær eru nom!
Skila hilsen til Paulsen!
Elín Helga Egilsdóttir, 11.8.2009 kl. 22:53
Sko...öll vissum vid af: Palli var einn í heiminum. Nú vitum vid af thessu: Palli var heppnasti madur í heiminum!
Hungradur (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 22:58
Juminn eini, hvað gerðist? Hvers vegna VAR Palli heppnastur í heimi? En ekki meir? Hví? Hvar? Hvers? Hvurs?
Skerí stöff!
dossa (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 23:10
Hann varð amk. sérlega kátur með hrísgrjónin í sinn stíflaða og kvefaða haus greyið
Elín Helga Egilsdóttir, 12.8.2009 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.