Banana og döðlu flatbrauð með möndlum og sítrónuberki

Púslaði saman hálfgerðu flatbrauði/sætabrauði í tilraunaskyni um daginn. Ætlaði alltaf að krafsa niður það sem ég gerði en af einhverju dularfullum ástæðum gleymdi ég þessu aftast í hnakkanum á mér. Gumsið kom samt svo skemmtilega vel út að ég ákvað loks að henda uppskriftinni hingað inn! Æhj, þetta er svosum engin uppskrift per se, bara raða hráefnunum á deig og henda inn í ofn. Engu að síður... þá er þetta það sem átti sér stað þennan örlagaríka sunnudag! (Hafa dramatíkina í lagi)

Sætt flatbrauð með banana, döðlum, rjómaosti, osti, möndlum og sítronuberki

Fletja t.d. pizzadeig út eins þunnt og kostur er á. Væri örugglega líka hægt að nota tortilla köku. Pensla með 1 tsk olíu og þar á eftir sultu. Ég notaði sykurlausa sultu með blönduðum skógarberjum. Þarnæst raðaði ég bananasneiðum og niðurskornum ferskum döðlum á deigflötinn. Eftir það raspaði ég sítrónubörk yfir bananann og döðlurnar og stráði pínkulítið af sjávarsalti og möndlum þar yfir. Þarnæst setti ég rjómaost í bitum yfir herlegheitin og stráði loks pínkupons af mozzarella yfir gumsið í heild sinni. Þessu skellti ég svo inn í 175 gráðu heitan ofn þangað til osturinn varð fallega gylltur. Ég hafði þetta þó aðeins lengur inn í ofni en svo. Bakan varð þar af leiðandi stekkri en hún hefði annars orðið - mjög gott.

Banana og döðlu flatbrauð með möndlum og sítrónuberki

Það sem gerir þetta gums svona frábært, í minni bók, er sítrónubörkuinn! Hann er stjarnan í þessu annars ágæta púsluspili! Geggjað að bíta í stökkt brauð, mjúkan sætan banana, karamellizeraða döðlu, pínku salt og fá svo ferska bragðið með sítrónunni! Bara geggjað! Væri eflaust frábært að raða á þetta örlítið af hráskinku, eða beikoni, og ólívum.

Banana og döðlu flatbrauð með möndlum og sítrónuberki

Gaman að þessu. Ég er að sjálfsögðu, eins og þið eflaust vitið, mikill sykurgrís - allt sem er sætt fíla ég í botn. Þar af leiðandi er þetta gums, þó ómerkilegt sé, góðumegin við línuna hjá mér Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er hægt að gleyma öllu þessu gumsi "aftast í hnakkanum á" þér??  Var koddinn þinn ekkert klístraður?

 Haha - I´m baaaaaack!

Dossa (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Koddinn var naaasty í morgun! Döðlubitar og banani út um allt. Sítrónubörkur límdur á ennið á mér... *dæs*

Elín Helga Egilsdóttir, 11.8.2009 kl. 14:29

3 identicon

Ég ét allt med dödlum.....DÖDLUR mmmmmmmmm yummy.....köld mjólk og dödlur nammi namm.

Hungradur (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband