Kókoskúlur

Held áfram að útrýma hráefnunum sem ég á í nammiskápnum. Það er barasta að ganga nokkuð vel! Kúlur, hnettir og boltar af ýmsum toga hafa orðið til úr því sem eftir var, allt assgoti vel heppnað verð ég að segja.

Kókoskúlur

Kókoskúluhrúga150 gr. döðlur og 150 gr. gráfíkjur. Rétt rúmlega bolli. Ég notaði þurrkað.

30 gr. þurrkaðar bananasneiðar. Tilraun síðan í gær - má sleppa.

1/2 bolli möndluflögur

2 msk möndlusmjör. Notaði heimagert rúsínu og kanil.

1/2 - 1 bolli kókos. Ég notaði 1/2.

3 - 5 msk kakó. Ég notaði 3.

1 tsk vanilludropar

1 tsk kanill

1 - 3 msk hunang. Ég notaði 2 msk.

Byrjaði á því að hita döðlur og gráfíkjur aðeins í örbylgju, því ég geymdi þær í ísskáppnum, svo í matvinnsluvél og matvinnsluvélaði smátt. Bætti þá rest af hráefnum út í, nema hunangi. Bætti hunangi við í restina eða þangað til áferðin á blöndunni var orðin flott að mínu mati, og hægt var að rúlla í kúlur. Döðlurnar og fíkjurnar gera þó sitt gagn. Það gæti farið svo að engu hunangi þurfi að bæta við, sérstaklega ef döðlurnar eru ferskar.

Kókoskúlumassi

Hér væri líka hægt að bæta einhverjum góðum líkjör við eða rommi. Úha! Jæja, kúla massann og velta svo upp úr kókos, kakó, flórsykri, engu ... og voila!

Kókoskúlur í bígerð

El subbó!

Væri líka sniðugt að nota litla ísskeið til að skúbba í kúlur.

Ætti kannski að fjárfesta í hönskum

Ef þú vilt meira súkkulaðibragð, bæta við 1 - 2 msk., aukalega, af kakódufti. Ég eelska bragðið af döðlum og fíkjum og vildi ekki týna því. Að nota 3 msk. af kakódufti gefur gott súkkulaðibragð en ekki nógu mikið til að yfirgnæfa bragðið af þurrkuðu ávöxtunum. Mmhmmm! Þessi uppskrift þolir líka, mjög vel, meira af kókos. Ef þú ert kókosæta, þá er um að gera að kókosa þetta upp þangað til þú segir stopp.

Kókoskúla

Heimagerðar kókoskúlur fyrir utan allt samviskubit! Ég er ekki að segja að maður eigi að raða þessum elskum ofan í sig bara af því að þær eru hollari en Snickersbiti. En ef nammiguðinn er alveg að gera þig geðveika(n), þá er þetta mjög samviskulaust snarl. Ein kúla er nóg til að fullnægja sykurþörf vikunnar. Mjög sætar, yndislega bragðgóðar, þéttar í sér og gaman að bíta í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

uhmmm takk fyrir mig ... alger klassi með kaffi :)

Halla (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 10:42

2 identicon

Frábært að sjá hvað þú hefur gaman af þessu. Ég er alltaf á leiðinn að gera þetta líka til að eiga gott nammi handa í skáp einhversstaðar. Er svo ekki í góðu lagi að frysta þetta?

Gurra

Gurra (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 10:49

3 identicon

Mmmmm.. döðlur og fíkjur OG hunang! Hlýtur að vera gott!

Erna (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 10:55

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Það var nú mest lítið Halla mín. Verði þér bara að góðu

Ég á yfirleitt skammt af svona gúmmulaði í frystinum hjá mér og það virðist ekki hafa áhrif. Muna bara að láta kúlurnar þiðna - annars gæti eitthvað svaðalegt átt sér stað þegar reynt er að bíta þær í sundur!

Oh yes, þetta er mjög ljúffengt. Þarf að hræra í einn svona skammt handa þér Erna. Ákkúrat eins og okkur þykir best!

Elín Helga Egilsdóttir, 12.8.2009 kl. 11:27

5 identicon

Ég er mjög bussí að reyna að móðgast ekki yfir að þú sért ekki að fara að hræra í skammt handa mér - annars vil ég benda á að El Kúlíó er mesti kókóskúlulover á Ísalandi, þannig að hann væri meira en reddí að smakka fyrir þig

Dossa (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 12:56

6 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég skal hræra í milljón skammta fyrir þig ef þú vilt. Þetta eru samt doodelís og fíkjur - borðar El Kúlíó svoleiðis?

Elín Helga Egilsdóttir, 12.8.2009 kl. 13:04

7 identicon

YEEEES! Yndislegt að geta svalað sykurþörfinni með náttúrusykri! :) Hver er El Kúlíó? Kúlurnar á mér elska líka kókoskúlur en þær eru ekki kúl..

Erna (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 15:58

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

hahahahah... kúlurnar! Þetta er mikill kúlupóstur.

El Kúlíó er Valdimar. Hann vildi viðurnefni við hæfi.. kannsi Kúló = kúlulaga? Ekki cool-io

Elín Helga Egilsdóttir, 12.8.2009 kl. 16:23

9 identicon

"Kúlurnar á mér elska líka kókoskúlur en þær eru ekki kúl.."
 Erna

Skerí setning indíd, kúlurnar á þér????

Dossa (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 16:25

10 identicon

Á nú ad notfaera sér gódmennsku Elínar Helgu og heimta skammt af henni?  Nei...ef einhver er skerí er thad Dossa.

Uppskriftin er aedi....sleeef.

Hungradur (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband