Banana og peru kjúlli

Enn einn ofnbakaður kjúklingaréttur...

...en þeir eru bara svo góðir, og þessi... oh men! Hann heppnaðist æðislega vel. Verst að ég skrifaði ekki niður nákvæmlega hvað ég setti í hann! Það vill oft verða þannig - gúmsla einhverju saman og húha, gleði og hamingja í dós... eða fati... eða bökunarformi...

Banana og peru kjúlli í lett-AB mjólkur dressingu

Bjó til marineringu úr létt-AB mjólk, ögn sýrðum rjóma, hunangi, hunangs dijon sinnepi, paprikukryddi, engifer, chilli, salti, pipar og þurrkaðri steinselju. Skar svo niður 1 banana og 1 peru ásamt 1 bolla af grænum baunum. Hræði öllu saman og leyfði kjúklingalundunum að marinerast í 2 tíma tæpa. Stráði loks yfir herlegheitin rauðlauk, og osti yfir helminginn. Inn í ofn í 40 mínútur, um það bil, eða þangað til kjúllinn er eldaður í gegn.

Banana og peru kjúlli í lett-AB mjólkur dressingu

Skemmtileg tilraun. Mikið bananabragð af kjötinu og smá engiferspark í eftirbragð. Perur og bananar með kjúlla er alveg að gera sig. Nú þarf bara að prófa sig áfram þangað til eitthvað stórmerkilegt gerist! Mér þykja þessi hráefni t.d. æpa hástöfum á kókosmjólk og eitthvað gott karrý!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Strange kombó!.....ekki viss um ad ég vilji prófa

Hungradur (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hehe... alltaf að smakka allt einusinni

Elín Helga Egilsdóttir, 10.8.2009 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband