Móaflatarkjúlli

Uppáhalds, best í heimi! 

Hefð í fjölskyldunni minni! Á rætur sínar að rekja til þeirra daga þegar amma og afi áttu heima á Móaflötinni. Um helgar skúbbaðist öll heila familían til þeirra í kjúkling og almennt helgarstuð. Þegar þessi máltíð er innbyrð fylgja henni mikil læti, mikið stuð, mikið hams og át. Afi leggur undir sig grindurnar og fær að pilla í þær á meðan úlfarnir rífa í sig kjúllakjöt og meðlæti. Amma æpir í sífellu "Verið óhrædd" meinandi "Borðið meira, ekki hætta" og átið stendur yfir í 20 mínútur upp á sekúndu. Enfaldlega af því að maturinn klárast á þessum tímaramma!! Undirstaðan í Móaflatarkjúlla, og það sem gerir hann að besta kjúlla í heimi, er:

Ofnbakaður kjúklingur.

Ofnbakaður kjúklingur

Spaghetti.

Salat og kartöfluflögur eru í raun viðbót frá Dossu frænku. Líka hundurinn sem liggur í bakgrunn, biðjandi til hundaguðsins um að kjúklingabiti fljúgi á gólfið.

Spaghetti, salat og kartöfluflögur

Brúnaðar kartöflur.

Brúnaðar sykur- og rjómakartöflur

Brún sveppasósa.

Vantaði reyndar sósulitinn í þessa en hverjum er ekki sama um það - góð var hún.

Sveppasósa

Heilög hamingja og gleði á einum disk! Það sem mér þykir best, hræðilegt að segja frá, er að skera kjúlla og kartöflur smátt, blanda í spaghettíið og hella sósunni yfir! HOLY SPAGHETTI! Tók því mynd af disknum hjá pabba, hann leit töluvert betur út en minn!

Eðal Móaflatarkjúlli

Allir nýliðar í fjölskyldunni, sem dæmi mister Paulsen, eiga það til að fetta upp á trýnið og fussa yfir samsetningunni en trúið mér, eftir eitt smakk er ekki aftur snúið! Við fjölskyldan hittumst reglulega til að graðga í okkur Móaflatakjúlla við mikið slurp, kjams og smjatt! Þetta er kannski ekki hollasti matur í heimi, meira að segja langt frá því - en þessari snilld er ekki hægt að sleppa! Allir nýliðar í dag eru sáttir og geta yfirleitt ekki beðið eftir að herlegheitin verði borin á borð!

Til gamans má geta að þegar við vorum á Ítalíu síðasta sumar rákumst við á ítalskan matargúrú sem heitir Fransesco. Ég sagði honum frá þessari eðal brúnsósu-spaghetti-sykurkartöflu kjúklingahefð og ég hélt að maðurinn myndi flagna úr skinninu "Kartöflur OG spaghetti með brúnsósu? Hvernig kemur kjúlli þessu við?". Iss.. hann veit ekki af hverju hann missir! Hann ætti að heimsækja okkur einn daginn og upplifa fyrsta flokks Móaflatarkjúlla stemningu a la Spaghettisen Mafioso!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk elsku Ella mín fyrir enn eitt snilldarbloggið þitt.  Þetta er á við snilldargamanþátt í tv .............bara það að lesa færsluna þína og ímynda sér matarsamkomuna með þessum dásemdar tilþrifum við kjúllann (Dossa var einhvern tímann búin að lýsa þessu  )

Bestu kveðjur,

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 08:53

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hihi

Þetta eru miklar snilldar samkomur. Gæti ekki lifað án þeirra.

Elín Helga Egilsdóttir, 28.7.2009 kl. 09:34

3 Smámynd: Ásta Björk Solis

Thettad aetla eg sko ad profa namm fae vatn i munninn.

Ásta Björk Solis, 29.7.2009 kl. 19:04

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Úff svo gott! Matur númer 1, 2 og 3 í familíunni minni

Elín Helga Egilsdóttir, 29.7.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband