Kósýness og leti heimafyrir

Veðrið er notalegt, góð helgi að baki og sunnudagurinn nýttur í almennt hangs og leti! Vöðvar rétt hreyfðir til að finna sér gott ét inn í eldhúsi og skipta um rás á sjónvarpinu. Ljúfa líf.

Hádegismaturinn var léttur og góður. Virkilega. Átti eina risastóra sæta kartöflu sem ég henti inn í 200 gráðu heitan ofn þangað til skinnið losnaði frá. Ætli hún hafi ekki fengið að malla í 1 eða 1,5 tíma. Verða súper sætar og djúsí þegar þær eru ofnbakaðar! Kartöfluna skar ég svo í tvennt og smurði með kotasælu-skyrblöndu.

Sæt kartafla með kotasælu-hunangs sinnepssósu og smá hummus

Kotasæla, skyr, Dijon honey mustard, þurrkuð steinselja = hamingja! Toppað með papriku hummus.

Sæt kartafla með kotasælu-hunangs sinnepssósu og smá hummus

Þetta létt- en ljúfmeti var svo klárað með einni af þessum yndislegu ponku litlu perum sem flæða í öllum verslunum. Rauðar og gular, æðislegar á bragðið! Þær sem ég hef bitið í, ég veit ekki hvernig skal lýsa því. Karamelukenndar! Mmmm...

Gúmmulaði ponsu pera


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband