Granola stangir sem ekki þarf að baka

Taka 1

Langaði mikið til að útbúa mér granola stöng sem ekki þarf að baka eða hita. Svolítið í takt við hráfæðisfílinginn, fyrir þá sem ekki vilja hita matinn sinn. Tek það fram að ég er ekki þarsmegin við línuna, ég borða líka kjöt og mikið af sykri þegar vel stendur á. Það er hinsvegar mjög gaman að prófa að elda og bragða á grænmetisréttum og hráfæði til að breyta til og borða eitthvað öðruvísi.

Ég útbjó einn skammt af granola stöngum í dag sem ég stakk inn í ísskáp eftir að hráefnunum hafði verið skóflað saman.

Hráefni í granola stöng sem ekki þarf að baka

Leit alltsaman voðalega vel út þegar ég tók skammtinn út úr ísskápnum.

Granola hráefni, nýkomið út úr ísskáp - á eftir að skera

Náði að skera helminginn af gumsinu í nokkra fallega bita. Greinilega verið þeim megin í fatinu sem ég hef náð að þrýsta með 10 tonna þunga á hráefnið!

Granola stangir sem ekki þarf að baka

Hinn helmingurinn sprakk í loft-upp og ákvað að halda sig við pjúra granola formið!

Granola stöng í þátíð

Sem er alls ekki slæmt. Ég tók krumsið, bakaði það inn í ofni og ætla að nota yfir grauta og skyr eins og múslí. Þessi skammtur er æðislegur á bragðið og um leið og ég hef gert uppskriftina þannig að allt gúmmulaðið haldist saman, þá hendi ég henni hingað inn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband