23.6.2009 | 20:01
Hornafjörður um helgina
Fast og slegið. Beint í sveitasæluna til tengdó, oh það er svo notalegt. Get ekki beðið. Ætla að vera mikil kreppukerling og útbúa nesti fyrir 10 tíma keyrsluna, fram og til baka, sem bíður okkar. Stoppa... hafa smá picnic, teygja úr fótum og passa vel upp á að fá ekki rasssæri! Skráði mig líka í Fit Pilates í dag. Hef aldrei prófað og hlakka mikið til að sjá hvernig það kemur út. Hef heyrt margar góðar sögur af þessum æfingum.
Hvað er annað í fréttum...
... fékk mér súkkulaði kanilsnúning í morgun. Hann var massafínn! Hrærði saman próteini, möndlum, hnetum, hörfræjum, kakódufti, kanil og soðnum graut - beint inn í örbylgju í 30 sek. Grauturinn stífnar svolítið upp og verður eins og kaka. Sem er gleðilegt. Sullaði aðeins meira af graut þar yfir og toppaði með múslíi. Nei... ekki fallegasti grautur sem til er - en gott var gumsið!
Grautnum fylgdu svo nokkrir bitar af granola stöngunum sem ég gerði í gær. Þær eru að slá í gegn, rosalega góðar.
Einhverntíman var ég nú búin að lýsa yfir ást minni á mötuneytinu í vinnunni. Þetta er ástæðan fyrir því...
...og þetta! Svo ég tali nú ekki um skyrkælinn, kexskúffuna, ávextina og hrökkbrauðið! Ég elska skvísurnar í mötuneytinu!
Svona leit t.d. hádegismaturinn minn út í dag! Þetta gerist nú varla betra?
Fékk mér svo mitt venjubundna viðbit. Prótein, eplabitar og kanill saman í bolla og hitað í örbylgju. Stráði svo nokkrum rúslum yfir til að fá eplakökufílínginn. Rest af epli smurt með skyri og kanil stráð yfir. Heldur manni assgoti góðum fram að kvöldmat! Ekki láta ljótmyndina skelka ykkur... þetta er gúmmulaði!
Nú er það bara út að skokka, beint í sturtu, sturta í mig "ég er að fara að sofa" próteini, góna smá á sjónvarpið og beinustu leið í rúmið.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hafragrautur, Heilsdagsát, Prótein | Breytt 23.9.2010 kl. 21:28 | Facebook
Athugasemdir
Pssssst.......you may be a weeeeeeee bit crazy 8-)
Þú verður eins og gamlir karlar með tóbaksklúta, nema hvað að þú tekur kanil í vör og sniffar prótein!
Dossa (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 22:05
Ég er í Fit-Pilates og það er sko miklu erfiðara en það sýnist! En bara gaman
Svanhildur (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 23:02
Ohh æðislegt. Get ekki beðið eftir því að byrja :)
Elín Helga Egilsdóttir, 24.6.2009 kl. 06:14
Sumsé æðislegt að byrja í Pilates en ekki sniffa prótein með tóbaksklút haha
Elín Helga Egilsdóttir, 24.6.2009 kl. 06:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.