Einfaldleiki

Stundum er matur bestur þegar notuð eruð fá hráefni. Þó góð hráefni. Þegar við vorum í Toscana sýndi það sig og sannaði trekk í trekk... pasta með smá olíu og kannski basil! Fullkomið!

Einfaldur grautur - hafrar, hveitikím, próteinBjó mér til 'gamaldags' graut í morgun. Sauð upp í 1,5 dl mjólk - 1 dl hafra, 2 tsk hveitikím og prótein að sjálfsögðu. Toppaði grautinn með jaðraberi og hunangi, sem ég sósaði, og setti smá heimagert hnetusmjör í skeiðina. Jarðaberið setti ég frosið inn í örbylgju þangað til það varð að mauki. Hrærði svo saman við það hunangi í restina.

Gamaldags er kannski ekki rétta orðið, það hefði líklegast þýtt grautur með smá salti, sykri og mjólk út á. En það er ágætt að bæta próteininu í grautinn, sérstaklega fyrir æfingu. Gamaldas þýðir frekar að ég notaði t.d. ekki kanill (herre gud), vanilludropa, krydd.. ávexti, grænmeti, skinku, hnetur....

Ohh hvað þessi skál var ákkúrat fín!

Hver vill koma með mér til Toscana? Langar svo til Ítalíu aftur, yndislegur staður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já maturinn í Toskana var fínn. En það verður nú kannski seint sagt að pasta, olía og smá basil sé mikil næring svo að maður þyrfti nú kannski aðeins að bæta í hráefnum.

Jón Gunnar Bjarkan, 24.6.2009 kl. 06:47

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Uss.. það þarf nú ekki að vera mikil næring til þess að það bragðist vel  En ég er sammála þér, þarf nú aðeins meira til að fylla upp í svartholið, sem kallast magi, á mér

Elín Helga Egilsdóttir, 24.6.2009 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband