Kryddlegin hjörtu...

...er góður staður til að "skyndibitast" á! Einn af mínum uppáhalds.

Virkilega notalegt andrúmsloft, róleg og þægileg stemning. Maturinn alveg tip tops og í hlaðborðsstíl. Þú borgar fyrir súpu og/eða salatbar og á kvöldin er fiskur í boði. Á hverjum degi er boðið upp á fjórar tegundir af súpum...

Súpurnar

...og salatbarinn alltaf ferskur og fínn. Mikið úrval og margar skemmtilegar "blöndur" af hráefnum.

Salatbar - Kryddlegin Hjörtu

Brauðið sem boðið er uppá er nýbakað. Byggbrauð - með betri brauðum sem ég hef smakkað! Heimagert hvítlaukssmjör og heimagerður hummus. Borðaðu eins og þú vilt af fyrsta flokks eðal hráefni. Sem ég einmitt gerði í kvöld. Tandoori þorskur á kúskús-beði...

Tandoori þorskur á kúskús beði - Kryddlegin Hjörtu

...kókos kjúklingasúpa og fullt af grænmeti. Fyrsta ferð!

Grænmetisdiskur og kókos kjúklingasúpa - Kryddlegin Hjörtu

Kúfaður diskur af grænmeti - önnur ferð!

Grænmetisdiskur - Kryddlegin Hjörtu

Og já... ég er bilaða kerlingin sem fer með myndavél á matsölustaði og tek myndir af matnum mínum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband