Banana og hafra pönnukaka

Yndislegt veður!!

Langaði í pönnsu í morgunmat. Langaði líka í hafra og jú, er á leiðinni í ræktina eftir klukkutíma tæpan. Breytti því aðeins uppskriftinni í takt við það, en set samt báðar hingað inn.

Banana og hafra pönnukaka - fyrir einn svangan maga

Banana og hafra prótein pannsaÞað sem ég gerði:

15 gr hafrar, rúmlega 1/2 dl.

1/3 stappaður banani

1/3 skammtur hreint prótein

2 eggjahvítur

1 tsk hnetusmjör

Það sem ég hefði gert:

1/2 bolli hafrar

Heill stappaður banani

2 eggjahvítur

1 tsk hnetusmjör

Hræra saman og voila! Steikja á heitri pönnu báðum megin þangað til pönnukakan er elduð í gegn. Ég steiki mínar yfirleit stutt því þá verða þær ofurmjúkar. Sérstaklega ef ég nota prótein því það gerir pönnsuna þurrari en ella. Ef þið notið prótein, setjið þá meira af banana eða eggjum. Jafnvel AB-mjólk. Fullkomið! Ekki hafa áhyggjur samt sem áður, þetta smakkast ekki eins og eggjakaka. Rosalega gott og skemmtilegt. Hægt að setja hvað sem er ofan á. 'Stappa banana, smyrja yfir með hnetusmjöri og sultu', 'skinka, ostur og egg','hnetusmjör og múslí','prótein-skyrblanda og múslí', 'jarðaber og banani','hunang og kanill'....

Banana og hafra prótein pannsa

...farin að rækta mig og pína hinn helminginn í leiðinni! Ahh, gott að byrja daginn á góðu veðri, heitri pönnsu og svakalegum lyftingum!

Banana og hafra prótein pannsa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elli frændi ...... kl er 6:24 þegar þú skrifar þetta, 6:24!  Við erum varla skyldar :)

Dossa (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 09:31

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Er yfirleitt vöknuð 05:30. Er bara svo yndislega fínt að vakna snemma á sumrin, tala nú ekki um þegar veðrið er jafn bjútifúl og í dag

Elín Helga Egilsdóttir, 19.6.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband