22.6.2009 | 10:03
Marbella kjúklingaréttur - svíkur engan
Ég lofaði ykkur uppskriftinni síðan í 17. júní matarboðinu og hér kemur hún. Ekki láta þessa snilld fram hjá ykkur fara!
Marbella kjúklingaréttur
1/2 hvítlaukshaus. Um það bil 5 rif.
1/4 bolli origanó
1/2 bolli balsam- eða rauðvínsedik.
1/2 bolli ólífuolía
1 bolli hvítvín
Salt og nýmalaður svartur pipar
1 bolli steinlausar sveskjur. Við notuðum döðlur.
1/2 bolli steinlausar, grænar ólífur.
1/2 bolli kapers ásamt svolitlum vökva
6 lárviðarlauf
1 bolli púðursykur
1/4 bolli fínskorin steinselja
Kjúklingurinn skorinn í bita, raðað í ofnskúffu og saltaður. Mörðum hvítlauk, origanó, ediki, ólífuolíu og hvítvíni er blandað saman í skál og hellt yfir kjúklingabitana. Þarnæst er rétturinn saltaður og pipraður, döðlum, ólífum og kapers dreift yfir og á milli og lárviðarlaufunum stungið á milli bitanna. Kjúklingurinn er svo bakaður við 200 gráðu hita. Fyrstu 20 mínúturnar er gott að ausa vökva yfir kjúklingabitana öðru hvoru. Eftir þann tíma er rétturinn tekinn út úr ofninum, púðursykri er stráð yfir bitana og bakað í 30 - 40 mínútur til viðbótar. Loks er kjúklingabitunum, döðlunum, ólífunum og kapers raðað á fat. Steinselju er dreift yfir og vökvanum hellt í sósuskál. Gott að bera fram með grjónum og brauði.
Við bárum þetta reyndar bara fram í fatinu sem kjúklingurinn var eldaður í og notuðum brauð til að dýfa í soðið eftir að kjúllinn kláraðist. Algerlega geggjað! Það eru því miður ekki til betri myndir af þessum meiriháttar góða rétti, græðgin og hungrið yfirstigu allan vilja til að taka krúttaralegar og fínar myndir
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Kjúklingur/Kalkúnn, Kvöldmatur, Uppáhalds | Breytt 23.9.2010 kl. 21:23 | Facebook
Athugasemdir
Var að finna þessa síðu og finnst hún vera algjör snilld, á alveg örugglega að prófa helling. Skemmtilega sett upp og flottar myndir. Takk fyrir þetta ;o)
Ingibjörg (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 11:23
Two very enthustiatic thumbs up!!
Dossa (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 19:22
Sæl Ingibjörg og takk fyrir mig sömuleiðis. Alltaf svo gaman að sjá hverjir kíkja í heimsókn
Og Dossa.. þú verður að smakka kjúllann. Hann er æði! Ég hrópa matarboð á næstunni!
Elín Helga Egilsdóttir, 22.6.2009 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.