Saffran - hollt og gott út að borða

Ég bara varð að deila þessu með ykkur. Einn af mínum uppáhalds "út að borða" stöðum er Saffran. Fæ mér yfirleitt alltaf Saffran kjúklinga salatið. Langsamlega best! Pizzurnar þeirra eru líka æðislegar - á það til að fá mér svoleiðis gúmmulaði á "nammidögum".

Þetta verður nú ekki langt - langaði bara að sýna ykkur hvernig dýrðin lítur út!

Hinn helmingurinn fékk sér Saffran kjúklinginn.

Saffran kjúklingur

Saman fengum við okkur kjúklinga krakkapizzu. Sem var æði! Kom í ljós að það var KANILL á kjúklingnum!! Þvílík gleði og meiriháttar góð pizza! Héldum reyndar að þetta yrði lítil pizza en sú varð ekki raunin, enda bara rétt tæplega helmingnum torgað!

Krakkapizza með kjúkling. Kanill á kjúllanum.. ójá!

Undirrituð fékk sér að sjálfsögðu Saffran kjúklingasalat með sesamdressingu - om nom! Þetta er risastór skál skal ég ykkur segja og FULLT af kjúkling!

Risastórt Saffran kjúklingasalat með sesamdressingu

Saffran kjúklingasalat í þátíð!

Fyrrverandi Saffran kjúklingasalat


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Om nomm nomm - lookar vel :)

Dossa (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Lítur vel út, bragðast rosa vel og nokku ódýrt miðað við magn og gæði! Lovit!

Elín Helga Egilsdóttir, 15.6.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband