25.4.2009 | 14:50
Gulur og rauður hádegismatur
Bjó mér til yndislegan hádegismat í dag. Eftir að ég hafði púslað honum saman kom í ljós að öll hráefnin voru gul, ljósbrún, hvít eða rauð. Svolítið skemmtilegt. Ég hefði líklegast getað reddað þessu með salatblaði eða kiwi, en hey - þetta var frábærlega fínt á bragðið! Stútfullt af próteinum, flóknum kolvetnum, andoxunarefnum og hollri fitu. Æðislegt!
Hveitikíms "panini" með eggjahvítu, pesto og mozzarella.
Hveitikím er nýjasta nýtt hjá mér í dag. Þetta á víst að vera alveg svakalega hollt, stútfullt af vítamínum, próteinum, flóknum kolvetnum... you name it! Hvorki meira né minna en 27 grömm af próteinum í 100 grömmum af hveitikími. Af því að þetta hráefni inniheldur svo mikið af flóknum kolvetnum og próteinum þá er þetta tilvalið fyrir íþróttafólk og t.d. uppbyggingu vöðva. Nokkuð magnað! Ætla að prófa mig duglega áfram með þetta, búa mér til hveitikíms pizzur, bollur, muffins, pítur...
Fann auðvelda uppskrift af brauði á vefnum Yggdrasill og uppskriftina má finna hér.
Hveitikíms panini/brauð - fyrir einn
1 dl (uþb 30 gr) hveitikím
1 egg (ég nota bara eggjahvítuna, kemur vel út)
1/4 tsk lyftiduft.
Krydd eftir smekk, ég notaði papriku og pizzakrydd.
2 msk vatn
Þessu er einfaldlega hrært saman, sett í samlokugrill og látið lyfta sér þar. Passa bara að loka ekki grillinu svo brauðið nái að lyfta sér. Setja t.d. skeið á milli.
Ég tók svo brauðið, skar í tvennt, penslaði með 1 tsk af pesto, setti steikta eggjahvítuköku á milli ásamt 2 msk af mozzarella og kramdi svo í samlokugrili þangað til crispy og osturinn bráðinn. Hafði með slettu af tómatsósu! NAMM!
Niðurskornar ferskar gulrætur með hummus-ídýfu.
Afgangs hummus síðan á fimmtudaginn. Tilvalið að nota hann sem ídýfu fyrir grænmeti.
Ávaxtaskál - mango, jarðaber og vatnsmelóna.
Hér þarf engin orð, kaldir, ferskir ávextir eru guðafæða! Hver sá sem ákvað að búa til ávexti var í góðu skapi þegar hann bjó til jarðaber og mango. Svo mikið er víst!
Svo er það kosninga-fiesta ala-Mamma í kvöld. Túnfisksteikur, nautakjöt, lamb, hamborgarar eðal meðlæti og frönsk súkkulaðikaka í eftirrétt. Ætli ég komi ekki með annað gestablogg á næstunni!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur, Hádegismatur | Breytt 23.9.2010 kl. 20:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.