Tortilla gleði á sunnudegi

Góður sunnudags-hádegismatur að baki.

Tortilla með eggjahvítum og meðlæti

Ætlaði að vera voðalega heimilisleg og búa mér til tortillurnar sjálf, en komst að því að næringargildi per köku er nákvæmlega það sama og í heilhveiti tortillunum sem keyptar eru út í búð - svo ég skundaði og keypti mér einn pakka! Það er hinsvegar næst á dagskrá að búa til heilhveiti pítubrauð! Ójá! Svo hefur hveitikím náð að krækja í athyglishorn í heilanum á mér, en meira um það seinna mín kæru!

Af einhverjum ástæðum þá virðist matur vera "bragðbetri" og/eða skemmtilegri þegar búið er að rúlla nokkrum aðskildum hráefnum saman inn í hveitiköku! Miklu skemmtilegra að borða allt 'saman saman' frekar en að skófla tveimur hráefnum upp á gaffal - hreinlega af því það kemst ekki meira upp á gaffalinn!  Hafið þið tekið eftir þessu? Eða er það bara gleypan ég sem hoppar af kæti yfir þessu?

Tortilla - fullkomin máltíð 

Allavega! Ég útbjó hummus, því ég eeelska hummus, ricotta, steikti eggjahvítur og grillaði sætu kartöflu franskar. (Það er svo margt á ensku sem hljómar betur og er auðveldara í framburði eins og "Sweet potato fries"!) Hafði með pestó, salsa, kotasælu, ost, kalkúnaskinku og heilan helling af grænmeti! Rúllaði þessu svo upp í hamingjusama sunnudags tortillu! Mikið ofboðslega var þessi máltíð með eindæmum fullnægjandi fyrir svangan maga!

Mín tortilla var samsett á eftirfarandi hátt:

Tortilla með kalkúnaskinku, eggjahvítum, osti og spínati

Inní: hummus, 1 tsk rautt pesto, 3 eggjahvítur með 2 ostsneiðum, steikt kalkúnaskina, ferskt spínat, smá heimagerður ricotta - rúlla!

Oná: 2 msk kotasæla, salsa sósa 

Prótein, omega-3, flókin kolvetni, trefjar og fullt af vítamínum! Æði! 

 

Ef þið hafið svo ekki tekið eftir því, þá er ég komin með sætar kartöflur á heilann! 

Laugardags snarl

Bjó mér annars til "snakk" í gærkvöldi í tilefni nammidags á laugardegi. Skar niður epli, banana og mango. Bjó svo til prótein, skyr-kotasælu, banana-ídýfu, toppaða með sykurlausri sultu. Ídýfan heppnaðist bara geðbilaðslega vel og var fullkomin með ávöxtunum. Hafði með þessu krums af ýmsum toga - kókosflögur, sólblómafræ, hörfræ og hnetumix. Gladdi mig og mitt sárþjáða sykurhungraða hjarta með eindæmum mikið! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hljómar mjog girnilega. En má ég spyrja hvernig thú fékkst út ad heimatilbúnar tortillur séu jafn næringarríkar og keyptar hveitikokur? Varstu thá ad meina heimatilbúnar úr hveiti. Ef madur bakar úr heilhveiti eda spelti thá er miklu meiri næring í. Plús thá eru engin aukaefni og ekki notud léleg fita í ;)

Lena (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 16:01

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ah, hefði kannski átt að orða betur. Jafn margar hiteiningar per köku, um það bil jafn mikið af kolvetnum, trefjum og próteinum. :) Ég keypti tilbúnar heilhveiti tortillur og nota alltaf heilhveiti þegar ég baka sjálf.

En ég er alveg sammála þér, finnst miklu betra að búa til sjálf því þá veit maður nákvæmlega hvaða hráefni eru notuð! Svo er það líka svo skemmtilegt ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 19.4.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband