Spicy Tuna og bygg

Spicy Tuna - mjög strekt og sérstaklega bragðgott

Ég er nú ekki þekkt fyrir matarmennskubrjálæði en tek mig nú stundum til og geri ofurfínan og æðislegan mat sem tekur 3 vikur í undirbúning og 34 klst í eldun! Ég er hinsvegar mikill aðdáandi rétta sem auðvelt er að undirbúa, tekur stuttan tíma að elda og bragðast vel! Þó það sé að sjálfsögðu gaman að borða og bíta í eitthvað guðdómlega vel úthugsað og vandlega eldað!

Túnfiskur er sérlega hollt fyrirbæri og einstaklega hentug fæða þegar fólk er að ná matarræðinu á réttan kjöl, í bland við æfingar og önnur gleðilegheit. Hinsvegar, þá er hinn meðal íslenski víkingur ekki að kaupa sér túnfisksteik upp á dag, sökum kreppu og þess að steikin sjálf kostar handlegg og eina tá! Íslenskir víkingar fara í Bónus og byrgja sig upp af eðal Túnfisk í gullfallegri Ora dós, umlukinn vatni! Hljómar kannski ágætlega en verður ansi fljótt leiðigjarnt, sérstaklega ef það eina sem lífgar upp á fiskinn er niðurskorið grænmeti og kannski smá kotasæla.

Það er hægt að gera allskonar rétti sem eru heilsusamlegir, góðir og jah... innihalda túnfisk! Pottréttir/ofnréttir, tuna-borgarar, túnfisk salöt, samlokur, túnfisk-pasta ... Bubba Gump Shrimp! Borgarar og ofnréttir eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana!

Bjó mér t.d. til hálfgerðan pottrétt í kvöld þar sem aðal innihald var túnfiskur, bygg, niðursoðnir tómatar og mikið krydd. Ofur fínn þó ég segi sjálf frá og alveg jafn fínn kaldur!

1. Skar niður hvítlauk og lauk og steikti á pönnu, í olíu, í um 3 mínútur. 

2. Bætti einni dós af túnfisk við og lét malla þangað til túnfiskurinn var orðinn heitur. Hálfpartinn maukast við olíuna.

3. Skvetta af "hot sauce". Verðið bara að góna - fer eftir því hversu sterkt þið viljið hafa þetta.

4. Krydda t.d. með fiskikryddi, salt, pipar, smá chilli.

5. Blanda bygginu saman við á pönnuna. (tæplega 1 dl af soðnu byggi) Væri líka hægt að nota t.d. pasta eða hrísgrjón (híðisgrjón fyrir þá sem eru með glúten-óþol).

6. Hella niðursoðnu tómötunum saman við og láta malla í 10 - 15 mínútur. Ég setti svo smá tómatsósu út í, rétt svo matskeið til að sæta pínku. Væri líklega hægt að nota agave líka ef fólk kýs það.

Þetta er djöbbilaslega fínt á bragðið og gaman að bíta í. Mjög sterkt með smá sætum keim! Túnfiskurinn mjúkur og byggið aðeins undir tönn, smá gúmmíkennt jafnvel. Þið sem hafið smakkað bygg vitið hvað ég á við! Æðislegt að borða það!

Það væri t.d. hægt að bæta við þetta steiktum gulrótum og sveppum, henda í eldfast mót, strá smá osti yfir og inn í ofn. Borða svo með sýrðum rjóma og grænmeti. Líka hægt að smyrja þessu á brauð með smá kotasælu og steiktu eggi - jafnvel vefja upp í tortillur, setja inn í ofn og ost ofan á tortilluna! Hvað dettur ykkur í hug að gera við þetta?

Það er hægt að leika sér endalaust með þetta hráefni og hressa þar af leiðandi aðeins upp á matarræðið án þess að vera með samviskubit yfir því. Ekki það að maður eigi að vera með samviskubit - það er bara fyrir kjánaprik!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OH ég er svo svöng.. skil ekki af hverju ég kom inn á þessa síðu..! *slurp* ;)

Verð greinilega að fara að smakka þetta bygg! Bygg-matarboð hjá þér á næstunni eða??

 Við kaupum stundum frosnar túnfisksteikur í almennum matarbúðum og líkar vel. Þær eru ekkert svo dýrar.  

Erna (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þú segir mér fréttir - ég þarf að gramsa betur í búðarkælum. Keypti mér eitt stykki steik um daginn á 2500 kr. hálft kíló. Ég lét mig hafa það... með eitt tár í hægra auga!

Elín Helga Egilsdóttir, 27.3.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband