Tilraunaflögur - vel heppnað og crunchy snakk

Úr því ég er nú komin í gírinn þá átti ég smá afgangs deig úr Tiramisu prufunni minni áðan. Datt í hug að búa til svona litlar skonsur sem væri hægt að nota eins og snittubrauð en nei, skonsurnar snarbreyttust í snakk! Svona líka fínt!

Snakk

 

Snakk

2 Eggjahvítur

1 - 1,5 skúbbur vanilluprótein

Eitthvað sniðugt krydd, ég notaði t.d. pizzakrydd og smá oregano

 

1. Hita ofn í 140 gráður.

2. Hræra vel saman innihaldsefnum, ætti að mynda þykkt deig.

3. Hita pönnu vel, engin olía, og setja eins og tsk/msk af deigi á pönnuna og dreifa úr, svo úr verði þunn plata.

4. Snúdda ofurlitu pönnukökunni við þegar hún er orðin brún á pönnuhliðinni :)

 

Beygla

Þegar búið er að útbúa svona litlar flögur úr öllu deiginu skal safna þeim saman og henda inn í ofn þangað til brúnar og almennilega stökkar. Þegar þær eru reddí heyrist meira að segja snakkhljóð í þeim þegar maður kemur við þær... og þær beyglast og vinda upp á sig.

Eðal að borða salsasósu með, nú eða uppáhalds - guacamole, hummus eða jógúrtsósu! Mmmhmm! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dísús Elín, ég ætla að prófa allar þessar uppskriftir þínar! :D Algjör meistaraverk! Passaðu þig nú samt á því að overdose-a ekki af próteinum og sprengja í þér nýrun eða e-ð! :|

Marta (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 10:32

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

hahaha... ég passa mig, ég passa mig ;)

Set þetta samt aðallega inn fyrir fólk til að fá hugmyndir ef það vill lífga aðeins upp á matarræðið - sérstaklega meðaljón sem er í ofur-aðhaldi :) Er nú ekki alveg að missa vitið .... ekki strax amk ;)

Svo er bara svo ógeðslega gaman að gera "óhollar" uppskriftir hollar!!

Elín Helga Egilsdóttir, 19.3.2009 kl. 10:44

3 identicon

Hehehe.. já, það er nefnilega geðveikt krefjandi að búa til djúsi mat sem er samt hollur! Erna sagði mér að þú værir orðin mesta ofurskutla sólkerfisins svo ég hlakka til að sjá þig!! Það hljóta líka að vera góð meðmæli með uppskriftunum þínum ;)

Marta (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 15:49

4 identicon

Djöfull er ég ánægður með þetta creativity hjá þér ;)

dóri (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 17:21

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Marta: Mesta ofurskutla sólkerfisins er helvíti massífur titill - veit ekki alveg hvort ég gangist viljug undir þann pakka ;) Vona bara að þessar uppskriftir nýtist einhverjum í sínum matar-pælingum.

Dóri: Heyyja takk fyrir það! Þú ert nú aðal maðurinn í þessu öllusaman - you've got the good stuff ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 21.3.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband