Tiramisu heiðingjans fyrir Ernu ritgerðarkvendi

Tiramisu er einn af mínum uppáhalds eftirréttum og þó ég segi sjálf frá, einn af mínum eðal home-made! Það er eitthvað svo fullkomið við bragðið af Tiramisu og hvernig rjómaosturinn vinnur á móti sætunni og kaffibragðinu! Mjúkur Mascarpone og stökkir lady fingers... ohhh!

Tiramisu - semi

Var komin með nokkuð góða hugmynd að því hvernig best væri að framkvæma þetta. Sérstaklega erfitt að fylgja alvöru Tiramisu eftir þegar maður hugsar ekki um neitt annað en Mascarpone, eggjarauður, sykur, áferðina á réttinum - þó aðallega þegar bitið er í "hollari" útgáfuna af honum! Einstaklega mikil þraut fyrir Tiramisu perra eins og mig.

Ég lagði þó í þetta í kvöld og útkoman, jah... ég kem ekki til með að leyfa neinum Ítala að smakka þetta kvikindi fyrr en uppskriftin er fullkomnuð! EN... engu að síður, þá hefur þetta nokkurn potential! Ætla því ekki að posta neinni sérstakri uppskrift, en hripa niður sauðakóða af því sem ég gerði.

 Bjó fyrst til botninn. Að sjálfsögðu var hann mixaður eins og eitt stykki eðal prótein pönnsa.  Alveg eins og svampbotn ef hann er gerður nógu þykkur - sem ég *hóst* feilaði á. Passa að hafa nógu þykkt svo miðjan verði mjúk á meðan ytra lagið er stökkt!

Þarnæst var lagt í rjómaostinn. Oh men. Ef þetta á að vera 150% fitlítið og hollt þannig maður líti út eins og grískur guð eftir átið, þá er helvíti erfitt að ná áferðinni réttri - hvað þá bragðinu. En, létt-AB rjómaostur tekinn og hrærður saman við smá skyr. Vanilludropað og vanillusykrað og 1 eggjarauðu bætt við til að fá litinn á ostinn. Þarnæst tveim hrærðum eggjahvítum blandað saman við til að fá smá lyftingu. Næstum eins og ég sé að tala um undirföt hérna... go me!

Tiramisu heiðingjans

Bragðið af "rjómaostinum" var engan veginn nógu hlutlaust, aðeins of súr, og áferðin ekki nógu þétt. Þyrfti því að minnka magn af eggjahvítum og reyna að sæta þetta pínkulítið meira. Setja Agave sýróp í ostinn, eitthvað slíkt?

Það er að sjálfsögðu hægt að gera þetta aðeins "óhollara" og nota 5% sýrðan rjóma, jafnvel 50 - 50 mascarpone og sýrðan rjóma, en þá er tilgangurinn kannski dáinn og grafinn! Meira kannski sprengdur.... dáinn og grafinn!

En þetta var engu að síður heiðarleg tilraun og þó útkoman hafi ekki verið Tiramisu ala-Ella þá var þetta barasta alls ekki svo slæmt. Nokkuð viss um að í næstu tilraun, þá eigi þetta eftir að vera djangans fínt! Kaffibragðið kom vel út með pönnsunni og ostinum. Pönnsan líka nógu sæt til að gefa sætubragðið í réttinn ásamt súkkulaðinu og þessa réttu áferð sem annars svampbotn myndi uppfylla!

Hinsvegar - að reyna að búa til holla útgáfu af Tiramisu er eins og að reyna að búa til gull! 

Margur Ítalinn myndi samt gráta sig í svefn ef hann vissi hverskonar heiðingja Tiramisu væri verið að brugga á Íslandi í dag!

Update: Lét Tiramisu-ið bíða í ísskápnum yfir nóttt og viti menn, það var ofurfínt í morgun! Það er því enn von! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

I luv it ! ...það er eiginlega bara nóg að lesa textann þinn -þarf ekkert endilega að smakka ;) en það myndi ekki skemma ! Þú ert betri en Ný-g-ella ;D

Svavs frænks (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:11

2 identicon

HAHAHAHA! Þetta er frábært.. sé þig alveg í anda alla í eggjahvítum og próteinskýi að bagsla við að ná óhollustunni úr Tiramisú. ;) Það er svona svolítið eins og *ritskoðað* án *ritskoðað* en þegar maður spáir í því hvað maður er lengi að brenna þeim kaloríum sem munar og bara í óhollustu-mun yfir höfuð þá fagnar maður svona! Húrra, húrra! Öllu heldur getur maður loksins fengið sér Tíramisú alla daga vikunnar... (og endar þá ekki eins og grískur guð heldur búddha.. feita útgáfan þ.e.) :) 

Þetta er samt örugglega einn af erfiðari réttum til að "létta" því mascarpone-hlutinn er svo mikilvægur og erfitt að ná svipuðu bragði og áferð. Hlakka til að smakka þetta hjá þér. :D

Erna (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:11

3 identicon

... og snakkið lítur veeeel út! Chrunchable prótein!

Erna (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 22:14

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hahahaha.... ein alveg orðin manísk! Próteinskýið fylgir allan daginn - eins og ég sé kókaínbarón!

Elín Helga Egilsdóttir, 18.3.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband