Ginger

Þar kom að því, ég varð að prófa.

Kósý staður. Þægilegt andrúmsloft.

Ginger

Fékk mér kjúklingasalatið. Flott, ekki satt?

Ginger kjúllasalat

Einar fékk sér kjúklingavefju.

Innpökkuð kjúllavefja

Ginger kjúllavefja 

Vel útilátið? Já, amk vefjan. 

Gott? Ekki spurning. 

Er ég að hugsa um máltíðina núna? Hmm... neiiiii, eiginlega ekki. Undecided Ég hef nú alveg útbúið kjúllasalat sem var meira "Umpha umpha" í verð ég að viðurkenna.

Vefjan vann þó. Hún var fín.

Ætla að gefa þessu annan séns. Ginger kjúllinn er næstur á dagskrá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki beðið eftir að komast til reykjavíkur og prófa ginger þar sem ég bý úti á landi.  

bjorg (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 14:19

2 identicon

sæl Elín... datt inn á bloggið þitt út frá mbl.is ... sá þarna talað um mat :D

 Er sjálf að koma lífstíl mínum í annað og betra form og vá þvílíkur viskubrunnur sem þú ert og frábært að þú nennir að blogga og mynda allt þetta :) :) :)

Þú ert sko þokkalega komin í bookmarks hjá mér og ég ætla að benda vinkonum mínum á þig!

Valdís (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 14:59

3 identicon

Gott hjá þér að prófa :) Vefjurnar finnst mér fínar (eins og áður segir ;) ) og gott innlegg í 'skyndibitaflóru' okkar, er aðallega hrifin af ferskleikanum. Finnst líka plús í að halda inni stöðum sem kalla ekki á þriggja daga brennslu eftir eina máltíð. Hingað til hef ég verið fastagestur á Serrano en er alveg til í tilbreytinguna :D Sé þig alveg í anda á staðnum með myndavélina híhí :D

R (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 23:19

4 identicon

Ég skil að þú hafir ekkert verið hoppandi yfir þessu salati, ekkert öðruvísi við það en maður gerir bara heima með matnum liggur við :) en kjúllinn með sætu kartöflunum er sjúklega góður. Alveg þess virði að smakka. Einn besti kjúlli sem ég hef fengið á "skyndibitastað." Miklu betri en á Saffran.

Elísa (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 09:16

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Björg: Já! Ég hlakka amk mikið til að smakka grillaða sætukartöflukjúllann!

Valdís: Blessuð og sæl mín elsku besta og takk fyrir innlitið og barasta... ouuuwww, takk fyrir mig :) Gleður mig mikið að þér líki vel.

R: Hahhaa! Fyrsta sem ég gerði. Mynda í bak og fyrir. Þetta var samt aaaaalls ekki vont, vona að enginn misskilji.

Elísa: Nemlig! Amen og með því!

Elín Helga Egilsdóttir, 21.1.2011 kl. 10:19

6 identicon

Jeminn, ég elska GINGER...þú verður líka að prófa samlokuna með kjúllanum, bláberjunum og grænu eplunum ( NOTA BENE: hann bakar sjálfur brauðið í samlokurnar ) eða þá vefjuna með sama innihaldi...þarna syngja englarnir þegar í munninn er komið :)

Sif Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 12:48

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hehe... samloka + kjúlli/sætar á listanum. Vona að ég brosi út að eyrum í næsta skipti :)

Elín Helga Egilsdóttir, 27.1.2011 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband