18.12.2010 | 23:37
Bakstri lokið...
...að minnsta kosti fyrir daginn í dag.
Súkkulaði-Mokka deig hinkrar inn í ísskáp ásamt óskorinni karamellu.
Eggjalausu-hafrakökurnar - nema með heslihnetum og súkkulaðibitum.
Æðislegar, kryddaðar hafrakökur með rúslum og muldum hnetum. Mjööög seigar og djúsí og skemmtilegar að bíta í. Geri þessar pottþétt aftur.
Engiferkökur, kryddkökur, með hvítum súkkulaðibitum. Mjúkar í miðjuna með stökka skel. Kannski smá þurrar, en koma á óvart. Ekki mínar uppáhalds í þessu holli samt sem áður.
Biscotti með möndlum og hvítum-/dökkum súkkulaðibitum.
Einfaldar hafrakúlur eru á dagskrá í næstu viku. Þær eru uppáhalds.
Ahh hvað það er gott að setjast niður.
Húsið ilmar eins og bakarí.
Held ég hafi borðað þyngd mína í deigi - mylsnu - kökum í dag.
*átvaglshimnaríki*
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bakstur - "óhollt", Svindl | Breytt s.d. kl. 23:38 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst alltaf jafn fyndið til þess að hugsa að matargúrúinn eigi ekki eldhúsborð :)
Fannar Karvel (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 09:10
Myndar skapur er nú þetta hjá þér ,ég er ekki hissa á því að gáttaþefur rinni á liktina hjá þér ,og ég bíst fastlega við því að margir vildu vera vinir þínir þessa dagana . Ég óska þér gleðilegra jólahátíðar ást og friðar .
Jón Reynir Svavarsson (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 17:31
Fannarinn: Hahh! Ég entist í 3 vikur en málinu var reddað í gær. Núna get ég svoleiðis... eldhúsborðað eins og vitleysingur.
Og þú átt inni hjá mér kökuskammt!
Jón Reynir: Jah, myndarskapur og myndarskapur, held það séu nokkrir bakarar þarna úti töluvert sprækari en ég en lyktin er yndisleg. Kökurnar skemma heldur ekki fyrir ;)
Hjartans þakkir fyrir og gleðilega hátíð sömuleiðis :)
Elín Helga Egilsdóttir, 20.12.2010 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.