3.1.2011 | 13:35
31.12.2010
Heilt ár...
...og þrír dagar! Hmm hmm!
Hey, betra seint en aldrei. Stundum. Yfirleitt.
Sérstaklega þegar það kemur ekki að sök! Nei, ég er ekki með neinar afsakanir á nýárinu! Við, hreyfigúbbar og lífstílsbreytarar, komum aldrei með afsakanir fyrir nokkrum sköpuðum hlut. Við ákveðum, framkvæmum og viðhöldum!
Nema einstaka bloggskrifum og áramótapistlum... sökum leti... ég meina fingra-frís. Ég þarf að hlaða puttana fyrir næstu 362 daga.
Ég trúi þessu samt varla.
Mikið svakalega er tíminn fljótur að líða.
Í anda pistils síðasta árs tek ég mig til og rita þennan upp í svipuðum stíl. Stikla á assgoti stóru þó.
Þegar þú heldur að árið hafi verið tiltölulega óviðburðaríkt, þannig lagað, kemur annað á daginn. Ekki það að ég hafi fjárfest í villu út á Ítalíu, farið til Borneo og keypt mér ástralskan kóala fyrir gæludýr. Ekki það að ég hafi leyst NP vandamálið. Ekki það að ég hafi uppgötvað nýja köngulóategund og fundið nýtt frumefni. Ekki það að ég hafi átt í dularfullum ástarsamböndum við heimsfræga menn.
Athugið, ástarsamböndum... í fleirtölu! Ég nefni engin nöfn...
...*hóst* Josh Hartnett *hóst* Gerard Butler *hóst* Alexander Skarsgard *hóst*
...
Hvað?
Ekki það að maður þurfi að tiltaka alla smá-atburði sem áttu sér stað til að fylla upp í, eins og eftirréttir gera, til að blekkja sjálfið og halda að óviðburðarríkt ár hafi verið með öllu geypilega viðburðarríkt og regnbogar.
Alls ekki.
Gott ár er þó að baki ljúfust. Erfitt ár. Öðruvísi... ár. Nokkrum tímabilum í mínu lífi lauk, önnur tóku við. Hugarfarsbreytingar á mismunandi sviðum í bland við margar nýjar áskoranir. Sumar tæklaðar, aðrar ekki.
Eins og gengur og gerist.
Flutti aftur í Gúmmulaðihöllina eftir fjögur ár að heiman. Það var nokkuð skrautlegt. Eitt tímabil leið undir lok í byrjun árs. Kvaddi Gúmmulaðihellinn og sálirnar mínar þrjár sem áttu þar, og eiga, heima.
Pabbinn minn kær, sjómaður, eðalmenni og gleðibomba, var heima á afmælisdaginn minn! Það, elsku besta fólk, er sjaldséð. Sjaldgæft og sjaldheyrt!
- Þegar ég fæddist.
- Þegar ég var 13 ára.
- Þegar ég varð 26 ára.
Ég tók mynd því til sönnunar!
Hlammaðist á síður Séð og heyrt sem "Hafragrautarhetjan" og í kjölfar þess í útvarpsviðtal á Kananum þar sem Geir Ólafs tók fyrir mig lagið.
KONAN SEM Á 100 MYNDIR AF HAAAFRAGRAUUUUT!!!
"Hún situr í ruggustól út á palli vopnuð riffli og myndavél, sem hangir kæruleysislega um háls hennar. Þrýstir í táberg hægri fótar til að nýta allt sem stóllinn hefur upp á að bjóða. Vindhviða hrífur með sér skrjáfandi, gul og rauð, fallin laufblöð, haustboða, sem hringsnúast og dansa við fætur hennar. Með grautarskál í hægri hendi, og rifillinn í þeirri vinstri, stendur hún upp úr ruggustólnum sem brakar eilítið í, leggur grautarskálina varlega frá sér á gamalt, veðrað, borð sem á er fallegt pottablóm. Riffilinn leggur hún upp við bíslagið og grípur í myndavélina. Grauturinn í forgrunni, pottablómið í baksýn, vélin munduð. Allt eins og það á að vera. Hún gerir sig tilbúna til að mynda máltíðina. Annað augað í pung, hægra munnvik eilítið opið þannig rétt glitti í augntönnina. Með vísifingur hægri handar í viðbragðsstöðu, og öll skilningarvit í fyrsta gír, þrýstir hún létt á hnappinn og bíður eftir því að myndavélin nái fókus. Vélin gefur lokst til kynna að nú sé hún tilbúin, gefur frá sér nett "píp" og á sömu sekúndu þrýstir konan hnappinum alveg niður, varlega þó. Hljóðlátur, hlédrægur en ákveðinn, smellur gefur til kynna að morgunverðurinn hafi verið festur á filmu og tími sé kominn til að setjast niður og njóta þess að borða meistaraverkið!"
Kveðja, The Crazy Oatmeal Lady
Beyglurnar mínar gáfu upp öndina.
Hef ekki litið til baka, við höldum ekki framhjá bestu beyglunum. Hef þar af leiðandi uppskorið tefflon fingur. Get stungið hendinni inn í 200°C heitan ofn án þess að finna fyrir því, tek sjóðheitar smákökur upp með fingrunum án þess að fipast.
Ég held þetta sé vottur af ofurhetju-eiginleika.
Ofurhetjueiginleikinn minn er þó óumdeilanlega sá að geta útbúið hafragraut úr hverju sem er! Eins og James Bond getur útbúið sprengju úr límbandi og nagla!
Prófaði Ultraone.
Tvö orð "Sparaðu peninginn".
Ég heimsótti Euan vin minn til Ástralíu. Eðaleintak og ofurkokk með meiru.
Vinur minn til 11 ára hvorki meira né minna.
Ég fór... til Ástralíu! Ég trúi því ekki. Trúi heldur ekki að það séu 7 mánuðir síðan. Hvert fór þetta ár eiginlega??
Þetta var æðisleg ferð með meiru.
Í Ástralíu fór ég líka í þyrlu. Fyrsta skipti!!
Hef ALLTAF... alltaf alltaf viljað fara í þyrlu!
Það var geggjað!
Varð vitni að flottustu sólar-lögum hér á Íslandinu sem ég hef... jah, orðið vitni að í langan tíma, núna í sumar.
Hélt áfram að misþyrma aumingja eyrunum mínum.
Hægra eyrað er nú öllu götóttara en það vinstra.
Fór í Bútkampfh og tæklaði það ágætlega.
Setti mér nokkur markmið og náði þeim.
Það var andskoti gleðilegt fyrir antilópumóralinn.
Ekki jafn gleðilegt fyrir bakið á mér!
Eyddi dágóðum tíma í uppáhaldshorninu mínu í sumar.
Eyddi líka dágóðum tíma í hengirúmi.
Sumarið var yndislegt.
Uppgötvaði fimm ný "brögð" á árinu! Ekki brögð í tafli þó... hohohoo!!
Guð minn góður hvað ég er ógeðslega fyndin svona í byrjun 2011!!! Hlakkið þið ekki til ef þessi gígantíska kómík heldur svona áfram?
Alltaf jafn skemmtilegt að ná því að koma bragðlaukunum á óvart. Brögðin fimm eru:
*trommusláttur*
- Kaffi - HÚRRA
- Gráðost - HÚRRA
- Ostrur - ekkert til að hrópa húrra yfir
- Sellerí - HÚRRA
- Torani - HÚRRA
Magnað að ég hafi virkilega byrjað að drekka kaffi!!!
Magnaðra að ég hafi smakkað kaffi áður og ekki fundist það frábært!
Magnaðast að ég hafi í raun ekki uppgötvað kaffi fyrr!
Ég uppgötvaði þennan eðal elexír svo svaðalega að ég setti hann meira að segja út í grautinn minn!
Kynntist Stunu.
Keypti mér Buddhaskálar!
Ég elska, elska þessar skálar!
Keypti mér uppáhalds - át - áhald.
Keypti mér herra Gymboss sem orðinn er geypilegur partur af æfingaprógramminu mínu.
Líka kökubakstri!
Eignaðist lítinn frænda og varð í kjölfarið "THE GODMOTHER"! :)
My little peanut!
Uppgötvaði enn um sinn í milljónasta skipti hvað ég er partur af yndislegum hópi af frábæru fólki.
Reyndi meðal annars að éta heimsækjarann.
Náði að hífa mig upp!
Náði að taka hnébeygju á einari!
Uppgötvaði Chia fræ í Ástralíu.
Uppgötvaði chia fræ á Íslandi.
Og my oh my... ég nýtti mér fundinn svo sannarlega.
Flutti mig um set í vinnunni.
Flutti í Hafnafjörðinn!
Fyrsta skipti sem Átvaglið á heima eitt og sér! Fyrsta skipti sem kvendið getur talist Hafnfirskt.
Keypti mér aspas!
Fyrsta skipti sem Átvaglið kaupir sér aspas!
Rakst á grautarlíf mitt hangandi upp á vegg! Það var nokkuð magnað... og dramatískt.
Var gestakokkur í vinnunni við góðar undirtektir vinnuétara!
"Elín... ótrúlegt!! Þú kannt í raun að útbúa mat, ekki bara taka mynd af honum!!!"
Útbjó ofurþorskréttinn Hachala. Arabískur... eða... segist vera arabískur að uppruna.
Skrifaði smá fyrir Heilsupressuna.
Ég sá líka stærsta stjörnuhrap sem ég hef nokkurntíman séð, núna í desember. Hef séð þau mörg ansi mögnuð en þetta var lyginni líkast. Held það hafi staðið yfir í góðar 10 sekúndur áður en það brann upp með tilheyrandi ljósasýningu, eldhnetti og bláu skotti. Varð eiginlega hálft létt þegar ég sá hlunkinn hverfa!
Ég sá líka ANNAN ASPAS! Alveg eins og minn Aspas! Ætlaði að hoppa út og taka af honum mynd en gugnaði á því. Skemmtilega við þann fund var að þegar undirrituð og bílstjóri hins Aspassins gripu athygli hvors annars tók við stórkostleg gleðisprengja, hamingjutryllingur og vink! Hahh!! Hefði það gerst ef þetta hefðu verið tveir silfurlitaðir Golf??
Nei... ég held nú ekki!
Ég hef líka kynnst mikið af frábæru fólki á þessu ári. Eignast nýja vini, kunningja. Það er alltaf jafn gaman að geta skráð nýtt, mjög gott fólk, á góðufólkalistann. Þykir líka alltaf jafn æðislegt að rekast á einstaklinga sem einhvernveginn smellpassa eins og þurrkarabuxur við rass.
Ég vil þó meina að ég hafi lært töluvert mikið um lífið- og tilveruna, alheiminn og alltsaman á því herrans ári 2010.
Mikið sem ég elska "Hitchhikers guide".
Lært mikið inn á sjálfa mig, bæði á andlega og líkmalega sviðinu. Fengið nokkur spörk í rassinn, gefið nokkur spörk í aðra rassa, þegið aðstoð, veitt aðstoð, hugsað um sjálfa mig, hugsað um aðra, lagst undir feld, ofaná feld og farið í feld.
Við mikinn fögnuð grínpís!
Nei ókei, fór samt ekki í feld... í eiginlegum skilningi þessarar setningar.
Þið þekkið þetta. Líklegast samskonar hjá öllum.
Þó svo ég deili mikið af sjálfri mér á þessum vettvangi þá er nokkuð margt sem ég læt ósagt. Margt hefur gerst bak við tjöldin sem ég, og mínir nánustu, höfum bak við eyru og nasavængi.
Get þó sagt að nokkuð magnaðir atburðir hafa átt sér stað á þessu ári sem ég bjóst ekki við og árið 2011 verður forvitnilegt með eindæmum. Mjög... forvitnilegt
Ég hlakka til.
Þetta var all svaðalegt át-ár, mikið tilrauna-ræktarár og gleðilegt með eindæmum.
Takk fyrir samfylgdina 2010 elsku besta fólkið mitt. Þið eruð eðall í rafrænu formi! Stefnum á hitting 2011. Þó það sé ekki nema bara yfir kaffibolla...
...því jú, núna er ég byrjuð að drekka kaffi!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Hugleiðingar, Uppáhalds | Breytt s.d. kl. 13:51 | Facebook
Athugasemdir
Bwaha - þúrt fyndill, ekki bara í byrjun 2011
dossan (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 13:44
Verð að spyrja hvar þú fékkst þessar snilldar skálar?? :)
p.s takk fyrir frábært blogg með frábærum húmor :)
María (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 14:38
alveg hreint eðal ár hjá þér.
Góður úrdráttur af árinu :P
en annars, henti ég inn fyrirspurn til þín í gestabókina.. hlakka til að fá svar :P
Jóhanna Hlín (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 15:21
oh...alltaf pabbinn sem rúlar-ég þvæ bara rúmföt:(
mamasita (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 15:28
Gleðilegt ár mín kæra!!! Þú ert gleðigjafinn minn árið 2010 og miðað við þennan pistil ertu nokkuð örugg með að halda þeim titli 2011.
Mig langar líka í Buddha skál, sá þær til sölu hjá hinni grautardrottningunni http://www.KathEats.com/kaths-tribute-to-oatmeal/
Bara svo assskoti dýrar maður :-/
Ragnhildur Þórðardóttir, 3.1.2011 kl. 15:34
já merkilegt ár hjá þér! öfunda þig mikið að hafa farið til Ástralíunnar fögru, sakna hennar mikið :O væri alveg til í að skella mér þangað fljótlega :D hehehe
var einmitt að pæla í hvar þú hefðir fengið þessar skálar, alger snilld!
Dísa (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 15:42
Gleðilegt nýtt ár!!!!
Massa fínt ár hjá þér.
Ég kannast við það að eiga svona pabba, sem er aldrei heima á afmælisdaginn... ekki einsinni þegar ég kom í heiminn heheh....
Hlakka til að halda áfram að fylgjast með síðunni þinni, þvílíkt sem þú peppar mann áfram!!!! takk takk takk fyrir það! :)
Rut R. (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 15:45
Snilldar pistill - alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína. Veita mér innblástur sem og gleði í hjarta :) Fyrir utan allar snilldar uppskriftirnar sem ég hef notað mikið.... Keep up the good work !!!
Gunnhildur (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 16:50
sniillingur þú mikið ert.. og hlakka sko mikið til að fylgjast meira með þér.. og er sko alveg til i hitting þó ekki yfir kaffibolla *gubb* :)
knús inn í árið 2011 :)
Heba Maren (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 17:46
Skemmtilegt ár ! Og maturinn ávalt glæsilegur ! :D
Gætirðu hjálpað mér nokkuð með smá prótein val og leiðbeiningar ?
http://scitec.is/mos/232/
http://scitec.is/mos/227/
http://scitec.is/mos/221/
Hver er munurinn á þessum ? Eru einhver betri en önnur ? Hvað ætti maður að velja :s !!
Tanja Mist (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 18:18
Frábær samantekt og enn frábærari myndir (er það orð???) - það verður gaman að fylgjast með því hvað Skeletor tekur sér fyrir hendur á nýju ári! :) ... en bíddu, ef þú býrð í Hafnarfirði, er Kaplakriki þá Castle Greyskull?
Magnús V. Skúlason, 3.1.2011 kl. 18:50
Dossa: hohoho ;)
María/Ragga/Dísa: Jú, fann þær á netinu og ójú, þær eru sko fok-kreppu-dýrar!
Jóhanna: Jú var að kíkja. 1 dl er um það bil 1/2 bolli svo tæpur 1/2 dl ætti að vera 1/3. Um það bil 30 gr, myndi ég ætla. Það er spurning, þegar þú skellir í þetta, að bæta við mjólk eftir smag og behag. Þarf ekki að vera það mikið, fer líka eftir því hvað t.d. bananinn er stór :)
Myndi byrja á mjólkinni. Bara bæta við því sem þarf.
Rut R: Huldupabbar... góðir pabbar engu að síður ;)
Gunnhildur: Gleður mig óstjórnlega að heyra :) Takk,takk, takk fyrir sömuleiðis elsku besta.
Tanja Mist: Ég myndi fjárfesta í þessu hér. 100% hreynt whey, eina sem þú þarft. Þú velur þér svo bragðið Súkkulaði-mokka er kóngurinn!!! Parar það svo saman við einföld kolvetni/fitu eftir því hvort þú ert að borða eftir æfingu eða nota sem millimál :)
Magnús: Kaplakriki væri reyndar hinn ágætasti vettvangur fyrir Gúmmulaðihelli extraordinaire svona þegar ég hugsa um það!!! Ég gæti svoleiðis hafragrautar frá mér allt vit og rænu þarna!
Elín Helga Egilsdóttir, 3.1.2011 kl. 22:06
Takk fyrir ! :) En er bara þessi ein bragðtegund ? Og hvernig er þetta betra en hin próteinin ? :s
Tanja Mist (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 23:09
ahhh Hitchhikers guide :D
Fannar Karvel (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 06:18
Ef ég má hædjakka...
Tanja, þú getur fengið alls kyns bragðtegundir í 100% whey, http://scitec.is/mos/227/
en svo er til annað sem heitir Whey Delite og það er bara til í súkk-mokka.
Það er best að taka alveg hreint prótín til að fá örugglega allar amínósýrurnar og fá svo kolvetni úr heilli fæðu samhliða, hvort sem það er eftir æfingu eða í öðrum máltíðum. Þannig ertu að tryggja rétt magn kolvetna, og úr réttum uppsprettum.
Ragnhildur Þórðardóttir, 4.1.2011 kl. 08:47
Ahhhh skemmtó! :)
Erna (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 09:22
Tanja/Ragga: Hædjakk away Ragga og Tanja, sorry. Þetta kom út eins og Súkk-mokka væri það eina sem þú ættir að kaupa hahh!! En eins og Ragga segir, amínósýrurnar, elsku bestu amínósýrurnar! :)
Fannar: Aaaaamen!:)
Elín Helga Egilsdóttir, 4.1.2011 kl. 10:25
Haha okay ! En nú ætla ég aðeins að vera tregi krakkinn, og spyrja í síðasta sinn so I get this straight. 100% whey delite og 100% whey protein, er beisiklí það sama og sömu gæði, nema annað bragð ?
Tanja Mist (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 10:34
Miðað við innihaldslýsingu þá er þetta svo gott sem það sama, Whey delite er aðeins grynnra á próteininnihaldi m.v. ráðlagða skammtastærð og pínkulítið meira af kolv (alveg 0,2), fitu og trefjum. Ekkert til að æpa yfir þó :)
Bæði betra. Getur byrjað á 100% whey og séð hvernig þér líkar. Súkk mokka (whey delite) er samt með því betra sem þú færð - ég lýg ekki. Áferðin eins og á Royal-súkkulaðibúðing!!!
Elín Helga Egilsdóttir, 4.1.2011 kl. 13:14
Sömleiðis takk fyrir árið.... ótrúlegt að það sé ár síðan ég fór að fylgjast reglulega með þér og enn ótrúlegra að það séu 7 mánuðir síðan hið hádramatíska ástralíu-eldgos-akureyrarævintýri átti sér stað .... finnst eins og ég hafi hitt þig í gær á flugvellinum
Hitti þig reyndar "næstum því í gær " í Smáralind og auðvitað varstu jafn indæl þá sem endranær.
Hlakka til að mæta í hitting á árinu :)
Takk fyrir rassaspörkin!!!
Hulda (IP-tala skráð) 4.1.2011 kl. 21:05
Takk fyrir æðislegt blogg. Skoða daglega!..
Langar að benda þér á eitt sem ég set útí grautinn minn á morgnanna en það eru þurrkuð goji ber. Sýð þau með höfrunum og þá bógna þau út og verða rosa góð. :)...
Sá svo að þú varst að prófa möndlumjólk einu sinni, þar sem við erum ekki mikið fyrir mjólk á mínu heimili þá geri ég heimalagaða sesam mjólk úr sesamfræjum. Auðveldast í heimi og ekkert smá kalkríkt.
Þá skelliru bara sesamfræjum í glerglas með vatni og lætur standa yfir nótt.Daginn eftir þá skolaru fræin og skellir í blender ásamt hæfilegu magni af vatni ( ég set bara lítið fyrst og bæti svo við eftir því hversu þykka ég vil mjólkina). Svo er hægt að bragðbæta eftir smekk, ég fer eftir uppskrift frá sollu þar sem ég set döðlur með í blenderinn. Þessu er svo hellt í gegnum sigti, sígju, (nælonsokk er best :)) og sett í glerflösku.
-Alltaf að geyma samt hratið sem verður eftir. Ég skelli því stundum í grautinn eða nota í hummus.
Aftur, takk fyrir gott blogg og kynna mig fyrir Chia - ástinni í lífi mínu!!
Auður (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 09:34
Hulda: I know! Tíminn líður hraðar en ég borða ís!
Og já, hittingur er löngu tímabær. Best að fara að planleggja á nýjan leik!
Auður: Vá! Æðislegt, æðislegt innlegg. Kærar þakkir.
Hef prófað goji berin, þau eru stútfull af hamingju. Hef líka prófað að henda í möndlumjólk sjálf en þótti það heldur kostnaðarsamt. Sesammjólk!
Jebb... það er eitthvað sem ég ætla að prófa. Hlakkar hálfpartinn í mér hérna.
Chia... er með þér þar sistah! Chia er áferðarhimnaríki í fræformi!
Elín Helga Egilsdóttir, 5.1.2011 kl. 10:18
Skemmtilegt ársuppgjor hjá thér, takk fyrir ad vera hrikalega skemmtilegur bloggari og veita mér innblástur thegar ég tharf á heilsufarslegri upporvun ad halda
Ég tók líka upp á thví 2010 ad búa ein í fyrsta skipti, thad er dásamlegt. Klárlega eitthvad sem allar Ellur thurfa ad prófa hvort sem er á Íslandi eda í Hollandi
Hlakka til ad fylgjast med thér á árinu 2011 !
Ella í Hollandi (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.