Hvatning, jafnvægi

Við erum alltaf að leita að hvatningu. Hvað er það sem hvetur þig áfram? Hvað þarf að gerast til að þú sparkir í rassgatið á sjálfum þér? Hverju þarftu að verða vitni að?

Hvatningin kemur úr öllum áttum, hvort sem það er frá okkur sjálfum eða utanaðkomandi ofuröflum.

Hef talað um það áður hvurslags hvatningu við sækjumst eftir og oftar en ekki er það talan á vigtinni og spegilmyndin sem hafa mest að segja. Skiljanlega. Ef þú sérð kíló niðurávið eina vikuna, viltu í alvörunni eyðileggja það með því að vera aðeins of góður við sjálfan þig næstu vikuna?

Hvatning.

Þetta er erfitt ferli.

Þetta er skítt.

Það þarf aga til að koma sér af stað. Það þarf aga til að halda þessu við, því það gerir það enginn nema þú sjálf(ur).

Utanaðkomandi hvatning getur oftar en ekki skipt sköpum, hvort sem það er frá fjölskyldu/vinum/manninum í búðinni eða bíósætinu sem þú passar allt í einu í.

Að deila sinni reynslu með öðrum er einnig form af hvatningu fyrir þá sem gjörninginn bera augum og geta samsamað sig einhverju af því sem sagt/skrifað er. Síðan mín hefur vonandi reynst einhverjum hvatning því til þess er hún blessuð. Ég, hinn almenni hambó, í svaðilför um draugaheima heilsuáts og hreyfingar. Gúbbi sem ákvað að lyfta upp hægri rasskinn fyrir góðum 3 árum, eftir 24 ára sófakartöflu- og nóakropps-session, og plummar sig svona líka fínt.

Búin að gera mörg, mörg mistök.

Líka búin að læra af þeim.

Líka búin að gera margt, margt gott.

Hef fengið ógeð og hætt.

Hef svelt mig, ofétið, ofþjálfað og vabeha.

Hef átt mörg miður skemmtileg samtöl við "sjálfa mig".

  • "Nei Elín, þetta er of stór skammtur."
  • "Bara kál og vatn á morgun eftir þennan dag"
  • "Fokk, nú þarf ég að brenna lengur á morgun"
  • "Langar bara að losna við nákvæmlega þessa spik-klessu héér"
  • "DJÖFULL NENNI ÉG ÞESSU EKKI"
  • "Ómægod hvað mig langar í pizzu"
  • "Nei ekki fá þér þessa kexköku, gætir þyngst um 5 kg"
  • "Jæja, dagurinn hvort eð er ónýtur, ét þetta líka"
  • "Shit, shit shit, shit - af hverju eru buxurnar aðeins þrengri í dag en í gær?"
  • "Crap, komst ekki í ræktina í dag - ætla að vinna það upp með því að mæta þrisvar á morgun"

Hef fundið jafnvægi... og rústað því jafn óðum.

Hef verið í ójafnvægi og fundið jafnvægi aftur.

Er í jafnvægi og held því! 

Lífstílsbreyting er ekki kapphlaup. Árangurinn kemur með tímanum og ef þú heldur þér jafnt og þétt við efnið, þá helst hann.

Tvö, þrjú... tíu kíló upp? Ekkert mál! Taktu þér nokkra mánuði í að ná þeim af aftur. 

Ekki berja á sjálfum þér fyrir að vera ekki með nákvæmlega "svona" útlítandi rass. Ekki drepa sjálfið á því að neita þér um allt. Ekki drepa sjálfið á því að fá ógeð á æfingunni sem þú stundar.  Finndu eitthvað sem hentar.

Taktu þér viku í frí... tvær. Taktu þér tvo mánuði í frí. Haltu svo áfram.

Hvaða árangri, frá því þú byrjaðir, hefur þú náð? Ekki einblína á það sem er "eftir" því það er gefið að þú gefst upp með þá hugsun í kollinum.

  • JESS....  er búin að ná af mér 20 kg. og er komin upp í 35 kg. í bekk!
  • Æjiii... á 20 kg. eftir og næ ekki að lyfta 35 í bekk nema 10 sinnum.

Hvað er eftir? Virkilega?

Er lífstílsbreytingin einhverntíman á enda?

Jákvæð - hvatning, hvatning og hvatning! Bara brotabrot mín kæru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála síðasta ræðumanni!

"Lífsstílsbreytingunni" er aldrei lokið því einsog góður maður sagði eitt sinn; "svo lengi lærir sem lifir"

Þetta er langt ferli en ofsalega skemmtilegt, LANGT þarf ekki að þýða LEIÐINLEGT. Ef þú leggur upp með rétt hugarfar getur þetta verið góða tilfinningin sem þú vilt ekki að hverfi og hún einfaldlega gerir það ekki ef þú tekur lífinu með stóískri ró og heldur þínu striki.

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 09:06

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ákkúrat og amen eftir efninu.

Góðir hlutir gerast hægt... eins og ostakökur.

Elín Helga Egilsdóttir, 9.12.2010 kl. 09:23

3 identicon

Ótrúlega flott færsla. Milljón sinnum sammála! :)

Erna (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 10:06

4 identicon

Stórglæsileg færsla hjá þér ! :)

Kannast við þessar "línur" einnig ;)

Tanja Mist (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 10:19

5 identicon

Ohhh takk æðislega fyrir þennan pistil!!! Það var mjög svo gott að lesa þetta í ,,gefast upp" pirring mínum og einnig hvatningar síðurnar sem þú bentir á. Langar núna ofsa mikið að prófa þjálfun frá þeim af Karvelio síðunni. Er búin að vera með prógramm sem ég er algerlega komin með ræpu af og þrátt fyrir píning, duglegheit og pirring þá gerist ekki mikið hjá mér sem kallar fram bros þegar kíkt er í spegil :´(

Nýtt umhverfi og nýjar áherslur er það sem ég þarf held ég bara svei mér þá!!!!!

Takk takk takk stelpa... þú ert æði sem maður klárlega lítur upp til!!! :o)

P.s. Ég prófaði um daginn að gera prógramm frá fröken stunu og ég gat það alveg og það var bara helvíti gaman... allt þér að þakka að ég prófaði ;) Sá þá meir t.d. hvað mig vantar nýtt prógramm því þetta má alveg vera skemmtó en ekki bara pirringur allan tíman yfir því hvað þetta er leiðinlegt!!!

Aftur takk.... takk, takk, takk!!!!!!!!! ;)

Þóranna (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 11:18

6 identicon

Elssska bloggið þitt og finnst ekki leiðinlegt hvað þú ert dugleg að blogga!! :)

 Hvatning og hvatning þú ert görsamlega með þetta!!! tanke!! ;)

Þuríður (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 11:27

7 identicon

Hæhæ elsku Ella, langar svo að senda þér email, er eitthvað póstfang sem ég gæti mögulega sent á?

Kær kveðja og takk fyrir frábært blogg!

Helga (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 11:41

8 identicon

love it !

ég er einmitt í krísu núna í miðri prófatörn og matarræðið er ekki uppá marga fiska (búin að þyngjast um 3 kg) EN ég ætla ekki að leyfa þeim að dvelja lengi ;)

Get ætla skal !!!

Takk fyrir frábæra hvatningu :)

Jana Birta (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 12:06

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ef við getum, þá geta allir! Þannig er það nú bara.

Ef ég ét stanslaust í viku, þá ét ég stanslaust í viku. Svo held ég bara áfram mínu striki. Þýðir lítið að "hætta" bara og halda að nú sé lífið búið.

Væri aldeilis rassgat ef við myndum tækla allar hindranir á þann máta og ooojjj hvað ég er glöð að sjá öll þessi fínu komment.

That's the spirit! Ánægð með ykkur!

Svo er alltaf hægt að taka 30 min pásu í önn dagsins og taka eina Stunu. no problemo.

netfangið mitt er kunigund(hjá)gmail.com mín kæra Helga næstum nafna. Hlakka til að heyra frá þér :)

Elín Helga Egilsdóttir, 9.12.2010 kl. 12:13

10 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

You said it sistah!!! Eins og hefur verið margtuggið, jórtrað og melt... þetta snýst um ferðalagið - ekki bara áfangastaðinn. Eins og frændi sagði, ef þetta á að vera LÍFSstíll þá verður hreyfing, mataræði að vera gleðiefni í dagsins önn, ekki kvöð og neyð.

Þúsund þakkir fyrir teiturnar... aldrei er kofinn tómur hjá drottingunni.

Var búin að massa sætukartöflutúnabrjálæðinginn um daginn og farðu úr bænum með það atriði....sóðalegur sjómaður.

Kartöfluklattar á pönnu verða næsti gjörningur.

hvatningarknús á alla.... koma svoooo..... (sagt með barítónsröddu)

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.12.2010 kl. 13:01

11 identicon

Takk fyrir skemmtilegt blogg.Ég ætla að baka hafrakökurnar og hafa bæði  70%súkkulaði og hnetur .Lífstílsbreyting er vandasamt fyrirbæri og auðvelt að missa sig í gamla gírinn þótt gamli gírinn sé neikvæður og engan veginn góður.En einmitt svona er þetta.Haltu endilega áfram á sömu braut þér og okkur til hvatningar .Kveðja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 13:02

12 identicon

Mjög gódar paelingar sem flestir ef ekki allir kannast vid.  Thessi innri barátta theirra sem ekki eru svo heppnir ad brenna öllu sem their láta í sig án vandraeda.

Ég leyfi mér ad koma fram med kenningu í sambandi vid át og seddu sem ekki endilega tharf ad vera rétt.

Mín kenning er sú ad ef madur bordar haefilega stóra skammta thá verdur madur saddur....ef madur bordar MEIRA en haefilega stóran skammt thá stillir heilinn sig á ad haetta seddutilfinningunni og leyfa meira át.  Thetta gaeti verid arfur frá thví thegar matur var af skornum skammti og borda thurfti eins mikid og haegt var á medan taekifaeri gafst thví óvíst var hvenaer naesta máltíd yrdi á bodstólnum.

Thess vegna er mjög mikilvaegt ad ákveda skammtastaerd fyrirfram og leyfa seddutilfinningunni ad koma sjálfkrafa fram og borda ekki meira en thennan haefilega stóra skammt.

Haefilega stórir skammtar geta sparad tíma, peninga og fyrirhöfn auk thess sem their baeta heilsuna.  

Daemi:  Ég kaupi 3 kg nautahakk og elda.  Ég set haefilega skammta í litla frystipoka (2-3 msk (kúfudum) af steiktu nautahakki í hvern poka og frysti allt.  Thá er fljótlegt t.d. ad sjóda spaghetti og steikja frosna hakkid á pönnu med tómötum úr dós med t.d. 1/4 papriku og hvítlauksrifi eda tveimur.(7-8 mínútur spaghetti sudutími)

Sem sagt:  Vid innkaup ad hafa lista og kaupa MIKID í einu og thess vegna sjaldnar en ella (sparar bensín, tíma og freistingarnar faerri)

Einnig er gott ad drekka ósykrad te ef manni finnst madur ennthá vera svangur eftir át á fyrirfram ákvednum skammti.

Svefn og hreyfing skiptir audvitad miklu máli líka.....

Hungradur (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 20:38

13 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Rannsóknir hafa sýnt að með því að borða of stóra skammta í langan tíma, t.d þegar börn eru látin klára af disknum þá ruglast boðin um seddu frá maganum til heilans og við hættum að þekkja hvenær við erum södd.

http://blog.eyjan.is/ragganagli/2010/10/20/magamal/

Ég er "scarred for life" að hafa verið látin klára af disknum í æsku og þarf því alltaf að vigta matinn ofan í mig, annars myndi ég bara borða of mikið ALLTAF.

En svo hleypir maður þessum innri græðgismel út á gandreið um helgar ;)

Ragnhildur Þórðardóttir, 9.12.2010 kl. 21:56

14 identicon

Snilldarpistill!!:D

maður er alltaf að læra eitthvað nýtt, ná sér í meiri reynslu til að halda sér við efnið...stundum verður maður ringlaður þegar eitthvað stangast á :O 

takk fyrir þennan pistil Ella Helga ;)

Dísa (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 22:55

15 identicon

snilld snilld snilldarskrif! Stærstu mistökin manns eru að horfa bara á áfangastaðinn, gleyma ferðalaginu - hef brennt mig á því alltof oft!

Svo loksins þegar ég tók ákvörðun um að borða heilsusamlega vegna heilsu minnar en ekki af því ég ætlaði að verða svo mjó og gordjöss þá allt í einu þurfti ég ekki að ganga með lokuð augun í gegnum kexhillurnar í búðarferðum og vera eins og alkahólisti í kringum fólk sem drekkur gos ofl. Núhh svo hverfa kílóin og allt í einu var það ekki aðalatriðið heldur bara bónus!

Halelujaahhh!

Helena (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 00:10

16 identicon

Mig skiptir thad engu máli hvort fólk sé feitt eda horad.  Persónuleikinn skiptir öllu máli.  Ég kýs samt ad vera grannur heilsunnar vegna.  

Ný skýrsla:

Meira en 50% eru of thungir eda of feitir í Evrópu. (talan er haerri á Íslandi)

Ísland getur státad af MESTU aukningu á offitu í Evrópu frá 1990. 150% aukning! (1990 8% ..... 2007 20%)

Samkvaemt nýrri skýrslu eru Íslendingar í 4 saeti í Evrópu thegar um offitu er ad raeda.

21% kvenna og 19% karla 

Meira en 50% Íslendinga (fullordnir) eru of thungir.

http://ec.europa.eu/health/reports/docs/health_glance_en.pdf

(tafla á bladsídu 73)

"More than half (50.1%) of the adult population in
the European Union are overweight or obese. The
prevalence of overweight and obesity among adults
exceeds 50% in no less than 15 of 27 EU countries. In
contrast, overweight and obesity rates are much lower
in France, Italy and Switzerland, although rates are
also increasing in these countries. The prevalence of
obesity – which presents greater health risks than
overweight – varies threefold among countries, from a
low of less than 10% in Romania, Switzerland and
Italy to over 20% in the United Kingdom, Ireland,
Malta and
Iceland (Figure 2.8.1). Across the European
Union, 15.5% of the adult population is obese.

Definition and deviations
Overweight and obesity are defined as excessive
weight presenting health risks because of
the high proportion of body fat. The most
frequently used measure is based on the body
mass index (BMI), which is a single number that
evaluates an individual’s weight in relation to
height (weight/height2, with weight in kilograms
and height in metres)
. Based on the WHO
classification (WHO, 2000), adults with a BMI
between 25 and 30 are defined as overweight,
and those with a BMI over 30 as obese.
This classification
may not be suitable for all ethnic
groups, who may have equivalent levels of risk
at lower or higher BMI. The thresholds for adults
are not suitable to measure overweight and
obesity among children.
For most countries, overweight and obesity
rates are self-reported through estimates of
height and weight from population-based health
interview surveys. The exceptions are Ireland,
Luxembourg, the Slovak Republic (2008) and the
United Kingdom, where estimates are derived
from health examinations. These differences
limit data comparability. Estimates from health
examinations are generally higher and more
reliable than from health interviews.

Reikna út BMI (body mass index)

Ef thú ert 75 kg og 180 cm thá er thetta nidurstadan:

 \frac {75}{1,80 \cdot 1,80} \approx 23     BMI er thá u.th.b. 23 

75/3.24 = 23,148148.....

Hungradur (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 08:51

17 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

OHhhh hvað ég er ótrúlega ánægð með ykkur öllsaman! Virkilega gaman að sjá hversu margir eru á nákvæmlega sama stað og maður sjálfur - mikil staðfesta í gangi hér.

Þið eruð snillingar, öll með tölu!

Elín Helga Egilsdóttir, 10.12.2010 kl. 10:21

18 identicon

Fínt blogg hjá thér Ragga Nagli:

http://blog.eyjan.is/ragganagli/2010/10/20/magamal/

Thetta med skammtastaerd virdist liggja í loftinu.  Frystiadferdin hefur reynst mér vel.

Hungradur (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 16:09

19 identicon

Takk fyrir frábæran pistil nafnan mín kæra!

Elín Lóa (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 22:13

20 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ágætt af og til að koma með þykjustunni llama speki, sparkar svolítið í undirmeðvitundar-rassgatið á sjálfum sér :)

Elín Helga Egilsdóttir, 13.12.2010 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband