Kökur á leiðinni

Þar sem jólabakstur fór svo vel framhjá öllu sem telst vera eðlilegt í þessum heimi, hvað uppskriftir og sýnileika þeirra varðar, ætla ég að bæta upp fyrir það  þessi jólin og henda inn svaðalegum sykurbombum næstu daga og vikur. Bæði þessa- og síðasta árs.

Ætla jafnvel að reyna að útbúa hollari týpu af kökum, og jólaáti, í tilraunum mínum til smákökugerðar þetta árið.

Skyr og lúka af hnetum átti sér ómyndaðan stað í morgun. Toriniblandað skyr - sem minnir mig á sykurlausu sýrópsdýrðina sem mér var kynnt af henni Ástu í síðasta pistli.

Hafragrautshimnarnir opnast *englahljóð*

  • Held nú samt að englahljóð á hafragrautshimni sé meira eins og rymj, óskilgreint búkhljóð eða Hómer-stuna!

Ofurlanga í Karrý ásamt grænmetisfjallinu. Hádegisát extraordinaire.

fiskur og fjall

*rop*

Húhh...

...afsakið!

búið 

Þykir svo ægilega krípí að segja "Mmmhmmm hvað  þessi Langa var góð..." af því að langömmu mína kallaði ég jú Löngu.

Miðvikudagurinn 08.12

  • Langa í indversku karrý

Aðeins of hræðilegt og myndrænt eitthvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert örugglega komin með nóg af þessu kommentum en ég bara varð að koma þessu frá mér : Ég elska þig...eða þúveist bloggið þitt.. :D

Þórdís (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 14:09

2 identicon

Leynivopnid i graenmetislasagna er god skeid af hnetusmjori, I kid you not.  Ef thu sendir mer heimilisifangid thitt a e-mil skal eg glod senda a thig slurk af chia fraejum. Keypti kilo a heilsumarkadi og nota thau ekki neitt. 

Svava Ran (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 15:32

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Þórdís: Hahhaha.. I love you too man!

Svava Rán: Hnetusmjör + lasagna = líkar mjög vel við og skal prófað!

Og með chia fræin... almáttugur minn. Myndirðu gera það? Ég slæ nú ekki hendinni við slíkri hugulsemi. Elsku manneskjan mín, ég veit barasta ekki hvað ég á að segja.

Sendi á þig póst - skrifa meira þar

Hvet líka alla til að skoða bloggið hennar Svövu Ránar. Það er ekkert nema jákvætt og fullt af hvatningu!

Elín Helga Egilsdóttir, 8.12.2010 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband