Játningar

Fíni fíni gallinn minn

Ég gæti ekki saumað þó mér væri borgað í rjóma.

Ég borða kaffibaunir allsberar og súkkulaðilausar.

Ég nota Aromat! MSG MSG MSG

Þegar ég er að dæla olíu á díselbíla, er ég aldrei 100% viss um að ég sé í raun að dæla dísel þó svo það standi á dælunni. Ég veit ekki hvað veldur þessu skammhlaupi, en ég er alltaf með aftast í hnakkanum að ég sé að dæla bensíni.

Ég skipti skammarlega sjaldan um blöð í rakvélinni minni. Ekki skegg-vélinni þó, það er allt önnur ella!

Þið sem ekki hafið tekið eftir því, þá er morgunmatur uppáhalds máltíðin mín.

Sjá eldri játningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bensínkrísan, rakvélarblöð og Aromat! Þekki þetta!

007 (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 14:00

2 identicon

Aromat er best á harðsoðin egg ofan á brauði með smjöri ;)

Harpa Sif (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 19:48

3 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Get ekki saumað, prjónað, teiknað eða nokkuð annað sem krefst fínhreyfinga handar... ekki þó lífið lægi við :/

Má koma með óskalag fyrir aumingjann? Vantar hugmyndir til að gera bygg djúsí og dónalegt. Dettur þér eitthvað í hug?

Ragnhildur Þórðardóttir, 29.10.2010 kl. 07:19

4 identicon

Mmmmmm... MSG..... ristað brauð með tómötum, kotasælu og aromat.... yeeees

Erna (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 09:08

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

007: Bölvítans bensínið.. skammhlaup dauðans.

Harpa Sif: Mmmhmmmm

Ragga: Hahh :) Bygg jú sei. Þú getur náttúrulega alltaf búið til "plat" rísó úr því með þykku próteini/kotasælu/kanil etc. Getur líka soðið það upp úr t.d. eplasafa, bætt út í það eplum/döðlum/hnetum/kanil og jafnvel ósætuðu eplamauki = semi eplakökufílingur. Nú eða blandað það út í extra þykkt prótein með hnetusmjöri og trimmings, búið til hálfgerðar karamellukúlur og húðað með hnetumulning/kókos?

Gætir líka tekið bygg, eggjahvítur, sætara (stevia.. hunang...), rúslur, hnetur, krydd (kanill, kaffi, dropar...), smá mjólk, salt dömpað í blender, í spamað fat og inn í ofn og búið til hálfgerðar búðing úr því.

Hmm eða pönnsur.

Bygg + stöppuð sæt kartafla + krydd (kanill, engifer, negull) + eplasósa = gums inn í eggjahvítupönnsu?

Hmmm... ég þarf að hugsa þetta meira. Let me get back to you on that one!

Díses, nú kem ég til með að sjóða mér 10 tonn af byggi og djöflast eitthvað með það!

Erna: Ohh yeah! Aromat gefur þetta extra litla.. hmmm... hvað er þetta... hmm..

Elín Helga Egilsdóttir, 29.10.2010 kl. 09:42

6 identicon

MSG er annars demonized af algerlega astaedulausu (sma google research roar taugar theirra sem hafa ahyggjur af MSG og hinum skrytna anti-MSG arodri i Ameriku). MSG er besta leidin til ad fa "umami" bragdid sem er t.d. mjog algengt i japanskri matargerd (saett, biturt, surt, salt og umami eru semsagt mismunandi tegundir bragds sem thekkjast).

 Urdrattur ur snilldarbok Michael Booth "Sushi and Beyond" um thetta:

http://michaelbooth.typepad.com/michael_booth/miso/

EE (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 03:41

7 Smámynd: Ragnhildur Þórðardóttir

Æi þúsund milljon þakkir kossar og knús fyrir allar þessar gómsætu Guðmunda... nú fer ég í tilraunastarfsemi í eldhúsinu með þessar hugmyndir í vasanum. Bygg er svo ansi skemmtileg tilbreyting við grjónin, og svo ansi þjóðlegt :)

Ragnhildur Þórðardóttir, 31.10.2010 kl. 16:47

8 identicon

Hahaha...vá hvað ég kannast við þetta bensín/dísel-heimerz vandamál...ég er einmitt með þetta líka...hmmm getur verið að það komi samt bensín þó það standi dísel...hugsunin...haha smá vottur af Tourette--kæk syndrome..því alltaf gerist þetta. Ohhh hélt ég væri ein...gott að vita af  öðrum með þetta syndrome:):)

Dísa (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 11:43

9 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

EE: Yöss!! Þá er svoleiðis hægt að gúlla þessu í andlitið á sér í tonnatali!! ;D

Ragga: Það var nú ægilega smátt :D Bygg er æði! Það "poppar" þegar maður bítur í það. Ööölska að borða það.

Dísa: Þetta er eitthvað sem vantar í DNA-ið! Segi það satt!

Elín Helga Egilsdóttir, 2.11.2010 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband