Færsluflokkur: Játningar

Biturð, brot, brokkolí

JÆJA

Kominn tími á að rifja upp gamla bloggtakta?

Var ég einhverntíman með blogg? Hver, hvar, hvenær.... hvar er Jón?

Varð svo gígantískt bitur í byrjun sumars að greipaldin myndi skammast sín í samanburði. Af hverju biturleikinn stafaði kemur til með að líta dagsins ljós í bloggpistli sem enn er í fæðingu. Greyið.
Sökum fyrrnefnds biturleika var lítið um skrif og skriftir, en mikið um allskonar annað sumarlegt í kalda veðrinu... kem líkegast til með að stikla á stóru, risastóru, ofurstóru, einhverju... ha?

Aðalatriði í stuttu elsku besta fólkið mitt, í stuttu:

  • Biturleiki í garð LÍFSINS *Hnefi á enni*
  • Sumarsprell
  • Hestaferð
  • Gymboss dó
  • Æfingum fækkað úr 8 sinnum í viku niður í 2 - 3 sinnum
  • Nýtt rúm keypt
  • Mikið borðað af ís
  • Mikið borðað af brokkolí... ekki með ís
  • Gymboss jarðaður við dramatíska athöfn nálægt ruslafötunni með "Adele - someone like you" á fóninum
  • Akureyri heimsótt almennilega í fyrsta skipti á 27 ára ferli mínum sem sönnum Íslending
  • Gymboss endurnýjaður og tilhlökkunarspenningur til sprikls í hámarki
  • Fyrsta fimleikaæfingin, með fjöskyldumeðlimunum Adda og Inam, í 20 ár skjalfest fyrir daginn í dag
  • 3 dögum eftir endurnýjun mister Boss, 25.09.2011, klæddi undirrituð sig brækur með svoddan fítonskrafti að bífan heilsaði nýja rúminu með eftirfarandi afleiðingum
brotin baugtá á hægrafæti

  • Já, þetta er... var... táin á mér.
  • T - ái - n
  • Hún brotnaði í tvennt og snerist 90°
  • Vildi óska að ég gæti sagt hafa verið að slást við dreka, en kaldur raunverunleikinn býður ekki upp á það
  • Sprikli frestað
  • Engin fimleikaæfing
  • Gymboss guðinn er ennþá hlæjandi
  • Chuck Norris líka

Hver er boðskapurinn sem fylgir þessari eðalfínu sögu?

Ofnbakað... brokkolí... er beeeeeeeeest!

Armbeygjur, upphýfur, magi, miðja, bak, brjóst og smáfætur næstu 2 vikurnar.

Hressandi, bætandi, kætandi.


Játningar

þegar ég var yngri stal ég súkkulaðistykki úr Garðakaup, sem þá var og hét. Það var hálfopið, útglennt og svoleiðis bað um að vera étið á staðnum. Þegar á hólminn var komið, og átvalgið að spögúlera í að taka fyrsta bitann, gugnaði ungkvendið og drattaðist með skottið... 

...já, ég var með skott þegar ég var yngri (þetta er dæmi um játningu innan játningar)...

...á milli lappanna og skilaði súkkulaðinu jafn óétnu, og útglenntu, og það var áður en því var hnuplað úr hillunni. Búðarkvendinu þótti svo mikið til koma að hún bauð mér að eiga þetta sérlega þjófstolna súkkulaði en ég afþakkaði pent og benti henni ákveðið á að passa vandlega uppá öll hálfnakin súkkulaðistykki sem fara í harða störukeppni við græðgisátvögl eins og undirritaða. Ég sá strax eftir þessari ákvörðun minni þegar úr úr búðinni var komið!

Ég á kaffivél! Eða, ég er með afnot af einni sem virkar flundurfínt.

Í vinnunni er ég þekkt sem "Æji, þessi sem borðar alltaf grautinn sinn uppúr bolla!". Þetta er víst vígsluathöfn fyrir þá sem nýbyrjaðir eru. "Velkomin(n) til starfa - þetta er Elín, bollagrautsperrinn!!".

Kleinur eru, og verða ætíð, mitt uppáhalds bakkelsi.

Ég hef ekki snert myndavélina mína í 2 mánuði!

Ég er tilbúin að sjá snjóinn fara... já takk... núna... einn, tveir, og...

Feldar geta verið góðir eldar, sérstaklega í vondviðri og almennri kuldatíð!

Ég er hérmeð komin undan vetrarfeldinum 2011.

Lets get ready to rock and roll!

...

Ókei, ég veit. Kjánahrollur í tíunda veldi að segja þetta en kommon, ha... Sæmunur og Óli, það er öllu illviðráðanlega skárra á ensku en íslensku gott fólk. Öllu illviðráðanlegra skárra.

Verum tilbúin að rokka og rúlla! ROKKA... OG RÚLLA??

Ég meina'ða.

fint


Staðreyndir

Ef ég er með lúku fulla af klinki og mér verður á að missa eitt klinkið (eitt klink = einn peningur) þá er það ávallt gullpeningur af einhverju tagi. Sömu sögu er að segja um brauðsneið með sultu. Sneiðin dettur alltaf rakleiðis á sultuhliðina... og nei, eðlisfræði hefur ekkert um þetta mál að segja gott fólk!!

Það skiptir engu máli hversu lítið ég reyni að fá mér af Royal súkkulaðibúðing, það mun alltaf vera of mikið.

Sú innsláttarvilla, að segjast vera "8000 klónum fátækari" en meina 8000 krónum, er ógeðslega fyndin og það er ekki hægt annað en að hlæja að henni... amk flissa! Ekki reyna að neita því!

Hvort heldur sem er, frí, skóli, vinna eða eitthvað annað, þá er alltaf, ég endurtek, alltaf gott þegar það er kominn föstudagur!

Og af því að það er föstudagur, þá ætla ég að deila með ykkur einni af uppáhalds síðunum mínum! Þið megið þakka mér seinna... ójá!

TASTESPOTTING

Það eru til þrír Aspasar á Íslandi. ÞRÍR! Amk sem ég veit af! Missti ekki af kjörnu tækifæri í þetta skiptið og smellti mynd af vel metnum skáfrænda!

aspasarnir


Játningar

Ef ég held á klinki verð ég að raða klinkinu í stærðarröð, fiskarnir fram og helst þannig að þeir snúi allir eins.

Ég er y blindari en y blinda manneskjan í Jemen! Ef ég vissi ekki betur myndi ég skrifa nafnið mitt Elýn!

Ég tek næstum alltaf lyftuna þegar ég kemst upp með það. Já.. ég sagði það!!! Tek lyftuna! Kvekendið tek ég þó yfirleitt niður frekar en upp.

Einfaldar hafrakökur eru uppáhalds smákökurnar mínar. Þar á eftir koma piparkökur, þó helst þessar sem mýkri eru.

Í þremur tilfellum á ég það til að missa matarlystina:

  1. Ef ég finn hár, ekki úr mér, í matnum mínum.
  2. Ef ég bít í eggjaskurn
  3. Fiskibein!

Ég get ekki sofnað ef mér er kalt á tánum.

Mússí mússí

Sjá eldri játningar.


Játningar

Fíni fíni gallinn minn

Ég gæti ekki saumað þó mér væri borgað í rjóma.

Ég borða kaffibaunir allsberar og súkkulaðilausar.

Ég nota Aromat! MSG MSG MSG

Þegar ég er að dæla olíu á díselbíla, er ég aldrei 100% viss um að ég sé í raun að dæla dísel þó svo það standi á dælunni. Ég veit ekki hvað veldur þessu skammhlaupi, en ég er alltaf með aftast í hnakkanum að ég sé að dæla bensíni.

Ég skipti skammarlega sjaldan um blöð í rakvélinni minni. Ekki skegg-vélinni þó, það er allt önnur ella!

Þið sem ekki hafið tekið eftir því, þá er morgunmatur uppáhalds máltíðin mín.

Sjá eldri játningar.


Játningar

Þegar ég les bækur, þá les ég síðustu setninguna í bókinni alltaf fyrst. Já... ég á erfitt.

Mér þykir skemmtilegra að baka en "elda".

Tær eru ófríðustu einingar sem fastar eru við skrokkinn á annað borð.

Ég hef brotið litlu tána á hægri fæti þrisvar.

Ég trúi ekki á þann gjörning að borða bara eina smáköku... eða eina pönnsu...

Mér þykir ís og Nóakropp fullkomlega löglegt sem kvöldmatur! Sérstaklega þar sem ég er orðin "stór" og allt það.

Ostrur eru ofmetnar.

Ostrusmakk

Sjá játningar I og II.


Játningar

Ef ég er með tyggjópakka klára ég hann á 5 mínútum. Ég veit... það er ógeð.

Á það til að sleppa síðustu endurtekingu(m) í setti ef ég er að æfa ein og er orðin þreytt.

Ég virðist ekki getað borðað bjúgu.

Mér þykir æðislegt að borða ís þegar hann er byrjaður að bráðna.

Ég elska brennda partinn af grillkjötinu - þurra, brennda, chewy partinn. Líka brennið á Saffran kjúllanum og óskaplega illa brunna rauðlaukinn sem herlegheitunum fylgja... ef það er brennt, borða ég það. Óhollt, Elín, skamm, krabbamein og eitthvað.

Ég elska líka brenndan eða "harðan" ost. Osturinn sem verður eftir í mínútugrillinu - pill'ann alltaf af og borða með bestu list.

Ég get borðað smjör beint upp úr dollunni... og notið þess í botn.

Ef ég borða bláber með rjóma, þeyti ég rjómann aldrei.

Þegar ég tek mig til og borða vel, þá held ég yfirleitt áfram að borða eftir að ég verð södd og aðeins lengur. Stundum ét ég svo stórt gat á sjálfa mig að ég heiti þess eið að borða aldrei aftur sökum ógeðs. Það gleymist hinsvegar hratt og örugglega í morgunmatnum daginn eftir.

Ég kaupi mér stundum marsipanrúllu, bræði súkkulaði og dífi rúllunni ofan í súkkulaðið - þið vitið hvað gerist næst. (Og nei, ég nota hana ekki til að mála eða pota í fólk)

Mér þykir með eindæmum leiðinlegt að hlaupa.

Ég smakka alltaf allt að minnsta kosti einusinni. Vegna þessa þá:

  • drekk ég kaffi.
  • borða sushi.
  • borða rauðlauk.
  • borða ekki bjúgu. 
  • fyrirlít þurrar, harðar eggjarauður

Ég fer mjög oft, óhikað eftir 5 sekúndna reglunni!! Eða... 40 sekúndna reglunni!

Ég sleiki alltaf sleifina. Ef ég er að elda fyrir sjálfa mig, þá sting ég henni aftur ofan í pottinn!

Núna er ég að borða þetta!

Chiabland með bláberjum og epli

Stórkostlegt ét!

Chiabland með bláberjum og epli

Chiafræ blönduð í vatn, vanillu-/möndludropa, smá salt, kanil, omega3 lýsi og krydd eftir smekk...

mmhmmm chia, epli og bláber

...og hellt út á epli og bláber.

Næst ætla ég að blanda fræin með mjólk/möndlumjólk, sleppa kanil og raspa út í þetta sítrónubörk.

eðal fínn morgunmatur

Gleði og glaumur.

Nohma chia, bláber og epli

Farin út í góða veðrið - mæli með því að þið hættið að lesa þetta núna og gerið slíkt hið sama! Ójá!


Játningar

Ég er fanatískari en amma andskotans. Fæ hluti svo grimmilega á heilann að ef/þegar ég fæ ógeð á þeim sný ég sjaldan til baka.

Í staðinn fyrir að þvo eplin mín, þurrka ég rétt af þeim í buxurnar.

Óþvegið epli

Ég tek alltaf eina pásu á 10 mínútna fresti ef/þegar ég hleyp.

Uppáhalds áhaldið mitt er teskeið.

Skyrputtar

sleikt

 

 

 

 

 

 

Karamellupopp og nóakropp út á ís

Come to mama 

 

 

 

 

 

 Karamellukenndur jarða- og bláberja próteingrauturVatsmelóna - alveg að tapa greyið

 

 

 

 

 

 

Pistasíu ís - hreint lostæti

Frosin jarðaber og skyr ásamt mango og meðlæti

 

 

 

 

 

 

Uppáhalds átleiðir eru að:

  1. Pilla - sérstklega þegar það er krefjandi og inniheldur t.d. leit að fræjum
  2. Hræra allt saman í muss.
  3. Borða muss með teskeið.

Ég á alltaf, alltaf til nokkrar plötur af dökku súkkulaði. Núna á ég 5, 70 - 90% Lindt plötur upp í skáp.

hnetur, rúslur og ofursúkkulaði

Ég fæ mér alltaf dökkt súkkulaði eftir kvöldmat.

Ég elska hrátt kökudeig (salmonella, salmon"ella") og allt sem er með "deig" áferð - lítið eldaðar pönsur, sósaður pizzabotn o.fr.

Ég les minna af bókum en manneskjan sem las engar bækur þarna um árið.

Ég hlæ upphátt að eigin fyndni, að mér finnst. Líka þegar ég er ein.

Ég á það til að bresta í dans upp úr þurru.

Alltaf þegar ég kem hem úr vinnu/æfingu/einhverju fer ég í gúmfey föt - þeim fylgja iðulega gúmfey sokkar.

Gúmfey náttföt og sokkar

Ég borða aldrei heila pizzusneið. Ég pilla ostinn af henni, borða blauta partinn af brauðinu og sný mér svo að næstu sneið. Handfangið borða ég sjaldan. Eftir situr stórsködduð brauðhrúga viðstöddum til ævarandi ógeðs.

Ég þarf allta að búa til nammiskál. Ef nammi er í poka, klæði ég það úr og sulla því í bland við annað nammi í risaskál. Nema Nóakroppi - það á skilið sína eigin skál.

Nammiguðinn kallar

Súkkulaðihjúpað hnetumix og nóakropp

Nóakropp og fylltar appolo lakkrís reimar - við skulum ekkert ræða það neitt frekar!

Kropp og fylltar lakkrísreimar

Ef ég fæ mér Cappuccino skef ég froðuna af, borða hana og skil kaffið eftir.

Cappuchino froða

Froðuát

Ég borða alltaf súkkulaðið utan af Snickers fyrst, svo mjúka hvíta partinn og hnetukaramelluna síðast.

Ég elska þegar það byrjar að dimma.

Kertaljós er uppáhalds ljós.

Ég sötra aldrei spaghetti, ég bít það í tvennt.

Kjúklingur, spelt spaghetti í kókos- og hnetusmjörssósu

Ég gæti lifað á osti.

Einfalt er best.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband