Ég held ég verði þreytt í dag

Ég get svoleiðis guðsvarið fyrir það.

"Það" verandi svefnleysi og almennt brölt.

  • Vaknaði klukkan 2.
  • Kreisti saman augnlokin þar til klukkan varð 3.
  • Hjóp fram og fékk mér vatnssopa.
  • Kíkti á grautinn sem ég hafði búið til 5 tímum áður.
  • Fékk mér bita af grautnum sem ég hafði búið til 5 tímum áður.
  • Hann var góður.
  • Stökk upp í rúm og... ekkert!
  • Vöknuð!
  • Skaði!
  • Stökk frammúr klukkan 4 og útbjó Banana-hafra með kotasælu og ristuðum sólblómafræjum fyrir systur og stjúpsystur.
Bananahafrar með kotasælu og ristuðum sólblómafræjum
Bananahafrar með kotasælu og ristuðum sólblómafræjum
  • Hellti mér uppá kaffi.
  • Borðaði þennan graut!
Amarettugraturu með bláberja og kanil-balsamic sósu
  • Hann var ennþá góður þegar ég borðaði hann.
  • Aftur er ég haldin þátíðaráts leiða! 

Amaretto-hræringur með Bláberja-balsamic kanilsósu/sultu

Sovs = Frosin ber í skál + balsamic edik + vanillu/heslihnetu torani + kanill + örbylgja í spað!

Var búin að gleyma því hvað hræringar eru svaðalegar áferðaperrakveikjur. Mjúkir... svoooo mjúkir. Hægt að smyrja þeim á brauð mjúkir. Þykkur hummus mjúkir... mmmmmmjúkir.

Yin yang!

Ying yang

Hafrarnir alveg uppleystir. Finnur ekki fyrir einum... hafur... hafri!

Snemm-morguns íslenskur eru góðar íslenskur!

Mjúúkur hræringur

Karamellukenndur Amarettogrunnur og þessi bláberja-sósa. Shiiiiiii... bragðdúó extraordinaire! Ég á hálf erfitt með að hugsa um eitthvað fallegt til að segja því þetta var bara of dásamlega æðislegt.

Held að þessi grautur eigi skilið að vera settur í dýrðlingatölu.

Bláberjagumsið var svo eiginlega eins og sulta mín kæru. Sulta frekar en sósa og þið vitið að kanill og bláber lifa jafn hamingjusömu lífi og súkkulaði/jarðaber, rjómi/hrísgrjónagrautur, eggjabrauð/tómatsósa.

Bragðið. Er. Geggjað!

Sjáið þetta bara! Laaaaawd almighty!

Það hefði verið hægt að skera hann í tvennt, þrennt.... sex-nnt!

Amarettugraturu með bláberja og kanil-balsamic sósu

Aðeins nær elsku fólk... bara aðeins!

Ætli ég komist einhverntíman svo nálægt að geta myndað mólíkúl, atóm og eindir?

aaaðeins nær

Toppað með smá múslí fyrir knúst því jú, þessi grautartesi er mjúkintes og þó svo áferðaperrinn marseri við þetta át þá þarf að hugsa til kramsins.

Það er ljótt að skilja útundan.

Amarettugraturu með bláberja og kanil-balsamic sósu

HRÆRA

Ohhh... ég trúi ekki að ég sé búin að graðga þessu í andlitið á mér! *grát*

sleeeef

Kaffið mitt blessað!

halló nýji vin

Berjasósur/sultur, grautar og skyr eru komin til að vera í mínum morgunmat.

Núna er klukkan 05:40, um það bil.

Get ekki einusinni farið í ræktina strax því hún opnar ekki fyrr en eftir 10 mínútur.

Teikna, lesa, leysa eitthvert alheimsvandamál?

Ég held að fyrirsögn þessa pistils hafi rétt fyrir sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Díses ... kræst. Ég held það sé ekki hollt fyirr mig að kíkja hingað inn á morgnana lengur. Þetta er alltsaman svo ógeðslega girnilegt og ég er að borða weetabix með mjólk!

Ég er sko haldin át-öfund.

Hvað er í bananagrautnum? Hann lítur út eins og karamella.

Jú og takk fyrir geggjað blogg. Skemmtilegasta blogg sem ég les! Þú ert æði!

Eygló (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 08:20

2 identicon

Rosalega girnilegt eins og bara allir grautarnir sem þú hefur myndað og sett á bloggið.

Hvernig Chiaseeds notarðu.... ég keypti í útlöndum "Now Foods, Blanco Salvia White Chia Seeds".  Eru þetta ekki sömu fræin og þú ert að nota?

Margrét (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 08:56

3 identicon

Bwaaaahahahaha!

Orðin og orðatiltækin sem þú notar. Þetta er óborganlegt.

"Toppað með smá múslí fyrir knúst því jú, þessi grautartesi er mjúkintes og þó svo áferðaperrinn marseri við þetta át þá þarf að hugsa til kramsins."

Vá hvað ég eeeelska þetta blogg og þennan svaka áhuga sem þú hefur á mat.

Yljar mér um hjartarætur

takk

Drífa (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 09:23

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Eygló: hahh.. komdu í heimsókn. Ég skal gefa þér graut... eða... tilraunast sjálf!! já!!

Grautargleði er ein.. góð.. gleði!

Bananagrauturinn, fyrir 2:

Oní pott og sjódda:

  • 2/3 bollar hafrar
  • 1/3 bolli múslí (ég notaði rúsínu granola með heslihnetum)
  • 1 msk chia (þarf ekki, líka hægt að nota hörfræ)
  • 1 pönnusteiktur banani. Stappa svo smá áður en sett út í pott. (þarf ekki, en gefur svaaaðalegt bragð og bananinn karamelliserast.)
  • Vanillu/heslihnetu torani eftir smekk
  • Salt eftir smekk
  • 1/3 bolli vatn, má bæta við eftir smekk. Ég vil þykkgraut.
  • 1/3 bolli, rúmlega, mjólk (notaði undanrennu)

Hræra samanvið eftir suðu:

  • Vanilludropar
  • 2 - 3 góðar msk. kotasæla
  • Ristuðum furuhnetum (má salta ef vill)

Hafragrautsskraut:

  • Pínkupons hrásykur
  • Múslí
  • Skyr
  • Bananasneiðar

Margrét: Ohh takk fyrir það og júbbs, held þetta sé allt sömu fræin :)

Drífa: Gleði að geta orðið að ... gleði! ;D

Elín Helga Egilsdóttir, 27.10.2010 kl. 09:47

5 identicon

Það geta ekki allir verið gordjöss..... það geta ekki allir verið Ella .... við reynum kannski en komumst þó varla með tærnar þar sem þú hefur hælana í grautargerð, bloggskrifum og hvað þá morgunhressleika....

Snilldir einar

Hulda (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 11:42

6 identicon

Þessar pervertísku-morgun-grautar-pælingar þínar valda mér áhyggjum :)

Fannar Karvel (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 08:57

7 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Hulda: Hahah.. ég er samt nokkuð viss um að ég komi til með að finna hressari bloggskrifara en undirritaða - Ómar Ragnarsson þar fyrstur á lista hihi ;)

Grauturinn er hinsvegar annað mál... held ég. Eins og séð og heyrt greindi svo réttilega frá "Á 100 MYNDIR AF HAAAFRAGRAUUUT!".

Karvelio: Hahahah!  Ég vitna aftur í Séð og heyrt.

Ætli það sé til OA? Oatmeal Anonymous?

"Hæ... ég heiti Elín og ég er pervertísk grautaráhugamanneskja"

Elín Helga Egilsdóttir, 28.10.2010 kl. 10:23

8 identicon

hææ var að skoða síðuna þína og mér finnst hún frábær! rosalega gaman að lesa þessar játningar þínar.

langar líka soldið að sjá myndir fyrir og eftir!

- Rakel

rakel osp (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband