21.10.2010 | 15:03
Brostu...
...ef þú vildir vera svo væn(n).
Ég er ekkert að skipa þér fyrir... þú þarft ekkert að brosa nema þú viljir það.
Það er bara svo gott fyrir sálartetrið af og til...
...svo ertu að sjálfsögðu að þjálfa andlitsvöðvana! Jájá! Fá massaðar kinnar.
Fallegt!
Hádegismaturinn brosti til mín í dag!
Annars hefur þetta verið einn af þessum "ekkert brjálæðislega matarspennó hingað til" dögum!
Var að spá í að skella í muffins á morgun eða um helgina. Hafra- og heilhveiti berjamuffins! Ég, persónulega og prívat, er ekki mikil muffinskerling. Af hverju, veit ég ekki alveg því muffins eru jú bara minikökur! En það er eitthvað sem heillar mig ekki upp úr skónum. Hef útbúið tvennskonar muffins síðan ég byrjaði að djöflast þetta og þær voru æði! Pistasíu og glúteinlausar-súkkulaði. Sjáum hvað hafra- og heilhveitimuffins gera fyrir sálartetrið. Kannski þær breytist í steypuklumpa sökum hráefna?
Eruð þið ekki fegin að vita þetta? Um mínar sérlegu baksturs fyrirætlanir?
Tók tvennar Stunuæfingar í beit í morgun, 15 mín létt skokk í upphitun, dýnamískar teygjur og svo byrjaði ballið!
Þær voru sveittar og erfiðar og ... meira... erfiðar.
Þeir sem sendu mér póst og höfðu áhyggjur af frostbitna fingrinum, þá hefur hann það fínt greyið. Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur lengur.
Eruð þið ekki fegin að vita þetta líka? Er ég ekki góð og nytsamleg upplýsingaveita?
Viljið þið fá að vita hvernig tannburstinn minn er á litinn?
Er þetta ekki stórkostlega mikilvægt umræðuefni?
Takk samt fyrir að hugsa til puttans!
Í þessum skrifuðum orðum er gumsið, á myndinni hér að neðan, að hverfa hægt og rólega upp í ginið á undirritaðri.
Hægt og rólega?
BWAAAAHAHHAAAAAAA.... ahhh... hmmmh... einmitt!
Já... ananasinn er djööðbilaðslega góður!
Sjáið nú hvað þessar elskur eru glæsilega fínar þrátt fyrir vonda birtu og vonda vél!
Og hahh... reif hnetur úr pokanum, í eftirrétt, og flundraði þeim á borðið í eintómri hnetubræði. Lét þær hangsa þar á meðan ég át nokkrar velvaldar beint úr uppsprettunni.
Ég lofa, lofa svo langt sem augað eygir að ég raðaði þeim ekki upp!
Maturinn minn er mjög hamingjusamur í dag!
OSSOBUKKO í kvöldmatinn. OSSOBUKKO OSSOBUKKO!! Jafn mikil er Ossobukko hamingjan og þegar BOLOGNESE lítur dagsins ljós.
Mikið elska ég nautakjöt.
Guð blessi beljur.
Amen
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Interval, Millimál | Breytt s.d. kl. 15:27 | Facebook
Athugasemdir
Elska bloggin þín. Áfram.
Þegar ég sá hneturnar þínar þá datt mér í hug að spyrja þig: Getur í alvörunni verið að þegar mig langaði að fá mér eitthvað holt og gott snarl um kaffileitið og keypti mér lítinn poka, 100 g af möndlum í hýði..að ég hafi torgað með því 600 kaloríum? Innihalda 100 g af litlum sætum möndlum í alvörunni 600 kaloríur? Eða heyrði ég eitthvað vitlaust. Ég sem ætlaði að vera svoo dugleg .. og narta í eitthvað annað en sætindi.
Hildur (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 16:01
Það er barasta mjög líklegt mín elskulega besta.
En ekki hafa stórkostlegar áhyggjur. Jú, þessi möndluskammtur var kannski í stærra lagi en 600 kcal af möndlum er svo sannarlega betra en 600 kcal af sykri, þó svo ég mæli ekki með því að borða 100 gr. möndlur í hvert mál hahha :D
Holla fitan! Hún er stórkostlega vanmetin.
Hinsvegar þá eru 100 gr. af möndlum rúmlega góð tala af "hollri" fitu í skrokkinn yfir heilan dag - skipt niður á 2 - 3 máltíðir. "Skammtur" af hnetum/möndlum er um það bil.. jah.. lúka? Segjum 15 - 40 möndlur. Getur séð, um það bil, skammtastærðir hér.
Hefur það bara í huga næst þegar þú kjammsar möndlurnar.... og já, ég hef einusinni borðað 250 gr. af möndlum í einu holli, ein... og það varð geeeeðveikt gott og það er eeeeekki erfitt!
Elín Helga Egilsdóttir, 21.10.2010 kl. 16:38
Ég væri voða fegin að vita hvernig tannburstinn er á litinn..spurning um að skella mynd af honum
Disa (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.