Förum í sólbað!

Stórkostlegt þetta veður.

Dásamlegt.

Ég hefði ekki komist í gegnum þennan dag án þess að minnast á veðrið.

Æði!

Eftir að hafa gúllað í mig, minni eftir-æfingu karamellukenndu rís-próteinsamloku, hljóp ég út í bíl sökum láréttrar rigningar sem gerði það eitt að hitta beinustu leið upp í trýnið á mér, þó svo ég væri ég með höfuðið grafið ofan í bringu.

Furðulegt regn hér á Íslandi. Leitast við að hitta ákkúrat inn í eyrun, augun... beinir stórum dropunum beint ofan á hvirfilinn. Ófétið á henni.

Út úr testosterónsprengjunni, sem karl faðir minn notar sem sérlegan hestajeppa og gengur undir nafninu "All that is man" eða "ATM" eða hreinlega bara "Bankinn", reyndi ég að valhoppa og fleyta mér dömulega með vindhviðunum... kom í ljós að vindhviðurnar voru ekkert í fleirtölu heldur í einni stórri öldu af óstöðvandi vind frussi í bland við rigninu, fljúgandi laufblöð og einstaka fugl sem réði ekki neitt við neitt.

Alveg að komast inn í vinnuskjól hljóp ég sem fætur toguðu, með hárið stútfullt af hrati, fyrir hornið og við mér tók allsvaðalegt vindflóð, svo svaðalegt að ég stóð á öndinni, eins og litlu börnin, gapandi eins og fiskur. Í sömu andrá kemur enn önnur vindhviðan og bókstaflega vippar peysunni minni langleiðina upp fyrir ljósaperuna.

Þarna stóð ég með bumbuna svoleiðis skjanna hvíta, beinustu leið út í loftið, augun upp á gátt að reyna að ná andanum aftur. Gat litla björg bumbunni veitt. Hún var kviknakin greyið í góðar 15 sekúndur.

Afhýdd eins og um banana væri að ræða.

Meiri andskotans frekjan í þessu veðri!

Eins dásamlega unaðslega krúttaralegt og það er svo.. að sjálfsögðu. Stórkostlegt... fiðrildi!

Hádegismaturinn stóð fyrir sínu! Risa-grænmetisdiskur!

grænt er gleði

Smá feta...

feti

...smá balsamic...

balsamic

...smá kotó og hakk.

kothakk

Eftirmatur var, meðal annars, fullkomlega vel þroskað döðluhræ.

Mjúk og karamellukennd.

djúsí daðla

Ein froða! Því froða er dásemdin einar!

já takk!

Mmmmm...

froðugleði

nom

Ásgeir minn kær í vinnunni vildi að sjálfsögðu ekki vera eftirbátur í myndamálum. Glæztur bollinn hans var því myndaður í leiðinni. Það er víst bannað að skilja útundan!

Ásgeirskaffi

Síðasta eftirrétta-hádegisátið í dag!

Þrírétta eftirréttur takk!

Hneturnar mínar.

Krúttusprengjur

Dásamlega yndislega krúttaralega veðurblíða!

Spakmæli dagsins: Jákvætt viðhorf kemur ekki til með að leysa allan þinn vanda, en það gæti farið í taugarnar á nógu mörgum til að gera það fyrirhafnarinnar virði!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert stórkostlegur penni.

Varð bara að kvitta. Hló upphátt þegar ég las þetta með afhýdda bananann.

Takk fyrir mig.

Örvar (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 16:12

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ella, þetta er bara nákvæmlega það sem þú færð í öllu þessu sprikli, þú léttist og þá ræðurðu ekkert við þessa yndislegu Íslensku veðráttu.

Ég aftur á móti með mitt orðið ansi myndarlega og ágæta magn af spiki bifaðist varla af öllu rokinu, einnig er vert að minnast á það að mitt óendanlega andlega spik hjálpaði ansi mikið til í þessu.

Þú ættir kannski að fá þér einn svona til að mæla veðrið, http://nemendur.ru.is/halldorbj04/vindpokar.jpg

Hér er góð greining um hvers vegna kjötætur eru betri!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 29.9.2010 kl. 16:17

3 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Örvar: Nú bestu þakkir fyrir það minn kæri. Ef aðeins ég hefði náð atvikinu á filmu.. svo stórkostlegt var það!

Doddus Maximus: Nei, það var ekki ég sem lyftist heldur bansettur bolurinn sem ég var í! Veit ekki hvaða taki vindskömmin náði en massíft var það!

Á fullu tungli sér undirrituð ekkert nema rautt... meira rautt og þá helst spriklandi. Það fer að líða að þeim degi - roastbeef er handan við hornið!

Elín Helga Egilsdóttir, 29.9.2010 kl. 16:26

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Bolurinn sem ég var í og er í ennþá... þó takið hafi verið gott, var það ekki svo gott!

Elín Helga Egilsdóttir, 29.9.2010 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband