26.9.2010 | 13:49
Dagurinn í dag...
...er mikill letidagu og væri, er, fullkominn nýttur sem slíkur!
En það kom inn nýtt interval frá Boobielicious og ég varð að prófa það.
Vaknaði samt í morgun með ásetninginn svoleiðis blindfullan af leti.
Frammúr um 8:30 leitið. Borðaði Chiaskyrið mitt og bláberin. Fékk mér einn kaffi.
Vappaði um.
Tölvaðist smá.
Vappaði meira.
Varð mjög óþolinmóð.
Beinustu leið í ísskápinn til þess eins að gramsa.
Horfði girndaraugum á afgangana af Marbella kjúllanum í nokkrar mínútur en gat svo ekki meira. Þrusaði mér í svitagallann og tók á rás niður í skúr með herra Gymboss. Tók þetta interval. Bara nokku ánægð með mig, en... hefði getað pínt mig aðeins meira. Sérstaklega í uppstigi og hné-lyftum. Þarf svo greinilega að fara að vinna svolítið í maganum blessuðum... stelpukvekendið vinnur mig í magakreppunum um 7-10 stykki! Það er nokkuð magnað.
Æfing #1 Há hné, hendur beint út (10 * há hné, leggjast alveg á maga, standa upp + endurtaka)
- Átvaglið: 12 reps, 10 reps, 8 reps, 10 reps
- Stuna: 8 reps, 7 reps, 7 reps, 7 reps
Æfing #2 Hliðarhopp með hendur í gólfi og rass upp í loft
- Átvaglið: 48 reps, 38 reps, 40 reps, 38 reps
- Stuna: 60 reps, 30 reps, 25 reps, 31 reps
Æfing #3 Öfugar magakreppur
- Átvaglið: 18 reps, 14 reps, 13 reps, 12 reps
- Stuna: 20 reps, 21 reps, 19 reps, 21 reps
Æfing #4 Hliðar uppstig
- Átvaglið: 35 reps, 35 reps, 28 reps, 32 reps
- Stuna: 35 reps, 29 reps, 28 reps, 26 reps
Æfing #5 Súperman armbeygjur (nú, eða súperkonu)
- Átvaglið: 13 reps, 8 reps, 7 reps, 7 reps
- Stuna: 11 reps, 8 reps, 7 reps, 6 reps
Jebb... þarf að pína mig meira áfram.
Sveittari en Aktu Taktu burger hljóp ég á hraða ljóssins inn í ísskáp og graðgaði í mig afgangs kjúlla. Ég var með hann mjög svo ferskan í matarminninu síðan 20 mín fyrr sem gerði átið ennú jákvæðara.
Núna, bræðr og systr... tekur letin við!
Amen.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Interval | Breytt 27.9.2010 kl. 08:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.