21.9.2010 | 12:38
Klippt og skorið... amk skorið
Intervalið í morgun var sveitt!
Ég þarf samt að herða mig í þessum æfingum. Þarf að vinna í því að stúta mér alveg svo ég standi á öndinni.
Þyrfti þar af leiðandi að redda mér önd!
Einum of notalega ljúf við við sjálfa mig. Stoppa hiklaust þegar ég verð of þreytt. Sérhlífin með eindæmum.
Sem er duló því ég get pínt mig óendanlega þegar ég er að lyfta.
Undursamlegt sítrónu iChiaskyr í morgunmatinn. Hrært í gærkveldi, ískápað og orðið fullkomlega áferðaglatt þegar að áti komi eftir æfingu. Dýrðin innihélt 100 gr. hreint hrært Kea, 1 tsk Ómægod3 lýsi, sítrónusafa, sítrónubörk, 2 tappa torani sykurlaust sýróp, 1 msk chia og 1 tsk mulin hörfræ. Suddalegur sóðmundur! Svo gott á bragðið og áferðið og átvaglið og hamingjan!
Hádó stendur fyrir sínu. Stórt feitt ofurgrænmetissalat ásamt Rip, Rap og Rup. Hlakka alltaf til að borða þetta í vinnunni. Glæpsamlegabrakandinýtt og ferskt grænmeti!
Svo er líka búið að skera gleðina niður fyrir mann! Svoleiðis dekrað við átvöglin hægri vinstri. Mikið skemmtilegra að borða niðurskorið grænmeti því maður getur gúmslað því saman í eina hrúgu. Borða grænmeti yfirleitt hreint og beint í heimahúsum því ég er letigrís fyrir utan þá óumflýjanlegu staðreynd að það.... að skera niður grænmeti, er um það bil drepleiðinlegasta athöfn sem átvaglið stundar!
Jú... og skipta um á rúminu!
En það kemur þessum pistli ekkert við.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkur: Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 21:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.