22.9.2010 | 10:59
Stundum er bara ekki hægt að segja nei!
Sama hvað þið þrætið fyrir það.
Stundum... þá er bara ekki hægt...
...að segja nei!
Þó svo þið bítið ekki í dýrðina þá er heilinn á yfirsnúning, átvaglið óstýrlátt og bragðlaukagúbbinn í 120% vinnu við að framleiða munnvatn!
Mér er sama hvað þið segið.
Þó svo út úr ykkur heyrist pent "Nei takk!" og fólk heldur að sjálfsstjórnin sé svo massíf að heilagur andi kæmi ekki til með að hræra við villikvikindinu hið innra!
Þá er ekki ein fruma innan veggja þinnar sérlega yfirveguðu persónu sem er sátt við það!
Borðið mitt er t.d. geymslusvæði fyrir bollurnar sem hvíla sig í hægra neðra horni myndarinnar hér að ofan!
Það er mjög krefjandi að vera ég ákkúrat þessa stundina!
Mjög... krefjandi!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Svindl, Vinir og fjölskylda | Breytt 24.9.2010 kl. 21:50 | Facebook
Athugasemdir
Það er alveg rétt hjá þér - maður neitar allavega ekki mexícoostasalati og camenbert og og og ....
Unnur (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 12:39
Tja sá sem gæti neitað þessu þyrfti líklegast að láta kíkja eitthvað á sig :)
Ásta (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 13:06
Ég ætla rétt að vona að þú hafir fengið þér smakk!! ;)
kv. frá your supportive friend..
Erna (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 21:21
SHHHHIIIIITTT!!!! (eða á ég að skrifa HÆÆÆÆGGGGÐÐÐIIIRRR)
fékkstu þér smakk?
eða varstu snargeðveik og sagðir nei??
úfffffff.... spennandi að vita....
hlakka til framhalds! :D
og vil í leiðinni þakka fyrir æðislegt blogg alltaf hreint!
Lilja (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 21:32
ég ætla að vona að þú hafir smakkað, allavega pínupons!!
En ef ekki þá ertu sko klárlega hetjan mín :o)
Halla (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 22:25
klapp á bak ef þú hefðir sleppt þessum kræsingum ;)
Heba Maren (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 09:42
Það komu bláber við sögu... ég segi ekki meir!
Þetta er skaðræði engu að síður. Vinnan er stút-glimrandi full af allskonar nammikexum, æðislegum vinnufélögum sem færa öðrum vinnufélögum sælgæti í tonnavís - á silfurfati... kökur og kræsingar við hvert tækifæri!
Þetta reynir á... óó... þú erfiða líf!
Elín Helga Egilsdóttir, 23.9.2010 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.