Dollugrjón og þvottahvítur

Sjáið hvað ég fann í Krónunni!

Grjónagrautur í dollu?

Er ég kannski svona sein í þessu öllusaman? Er þetta búð að vera til að eilífu?

Var svo spennt að ég opnaði sullið í bílnum í dag og jah...

opna

...bragðlaust!

Áferðin hin ágætasta svosum... kannski svolítið hlaupkennt, en virkar.

pota í graut

Smá vanilludropar + kanill og þið hafið til taks nokkuð fjarskyldan frænda risalamande en étanlegan engu að síður.

Alltaf er maður að finna eitthvað "nýtt".

Talandi um eitthvað "nýtt".

Fann einnig þessa snilld í Krónunni blessaðri! Jebb... þetta... er bara eggjahvítugleði! 1000 kall brúsinn.

Eggjahvító

Var einmitt að útbúa mér graut fyrir morgundaginn úr þessu.

Þetta lítur samt út eins og þvottalögur.

Ef annað augað byrjar að herpast óeðlilega mikið saman að grautaráti loku skal ég láta ykkur vita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég verð að komast úr sveitinni og í Krónuna!!!!!!

Rut R. (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 10:27

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Já.. Eggjahvítur og Torani sýróp!

Næstum allt sem þarf í grautinn ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 27.9.2010 kl. 15:20

3 identicon

ég þá líka sein og hef aldrei séð grjónagraut í dollu! er hann jafn góður og homemade??

þarf að finna þessar eggjahvítur í krónunni, finnst 2,5 lítrarnir aðeins of stór brúsi fyrir minn smekk! líter er hæfilegur, rúmast líka betur í ísskápnum og minni líkur á því að kallinn hendi honum sökum plássleysis ;)

Halla (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 20:14

4 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

ohh get ekki sagt að hann bragðist jafn vel nei - hálf bragðlaus og hlaupkenndur, en reddast með vanilludropum og smá örbylgju :)

Elín Helga Egilsdóttir, 27.9.2010 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband