20.8.2010 | 12:44
Afmæli á afmæli ofan
Kampus búinn í dag. Morgunkampus og það var helvíti fínt bara. Afsakið óviðeigandi orðbragð.
Áttum m.a. að gera hangandi maga-"þurrkur". Lyfta samanlímdum fótleggjum upp í átt að hægri hendi/vinstri hendi til skiptis. Þarna hékk ég eins og óeldað beikon og hristist í mínútu þangað til ég gafst upp. Það var stórkostleg sjón! Beikonmagann þarf því að mastera!
Held svo að ég sé að gera einhvern fjárann vitlaust í uppsitum. Fyrir utan þá óbilandi staðreynd að situ-ups á malbiki er ekki góð hugmynd. Ég stefni þó á svöðusár næst. Held það sé ágætist markmið!
Og júvíst! Ég má alveg kalla á vælubílinn einstaka sinnum.
Amman átti afmæli í gær. Við nettengdum gamla heksið. Nú verður hún óstöðvandi í internet rápi og almennum njósnum um fjölskyldumeðlimi, grútspillta pólitíkusa og nærbuxurnar hennar Pamelu Anderson. Sé hana í anda fyrsta með fréttirrnar, sama úr hvaða áttum þær koma.
Hádegismatur!
Svengdin var næstum búin að ganga af átvaglinu dauðu í morgun. Get svoleiðis gvöðsvarið fyrir það. Með herkjum tókst búknum að skríða áleiðis í átt að eldhúsinu. Augun tárvot, neðrivörin titrandi. Hurðina inn í mötuneyti sá ég í hyllingum. Sem betur fer, nærstöddum til mikils happs, og sjálfri mér til lífs, rakst ég á einmana rúsínu á gólfinu. Á henni var nokkuð af kuski og eitt hár en ég lét það ekki stoppa mig. Át hana í snatri. Blessunin gaf mér orku í síðustu skriðurnar og kraft til að setja nokkra matarbita á diskinn minn.
Hungrið var slíkt að þegar ég tók fyrsta bitann þá titraði Skóflan.
Skóflan verandi hægri handleggurinn eins og hann leggur sig. Handleggurinn sem skóflar jú mat upp í svartholið. Bókstaflega... skóflar! Aðfarirnar eru stundum svo mikilfenglegar að undirrituð þarf, hið minnsta, radíus upp á 5 metra til að geta notið átsins og að allir meðétarar séu óhulltir og enn með a.m.k. annað augað óskaddað.
Móðir mín kær á svo afmæli í dag. Í tilefni þess... you know it.
ARGENTÍNA... STEIKHÚS... 19:00.... MUUUUUUUU!!!!
Meeeeeeen! Ég finn bragðið af steikinni. Bara að hugsa um fyrsta bitann eykur munnvatnsframleiðslu um 26%. Líka hjá fólki í kringum mig og ég hef ekki minnst orði á þetta! Næstum!
*tilhlökkunartryllingsvillimannaspenningur* með rjóma.
Ég sé dýrðina fyrir mér:
Átvaglið: "Nei takk... ekki elda hana neitt. Skelltu henni bara á diskinn. Kannski flott ef þú ættir smá dijon sinnep? Eða... nei annars. Komdu bara með ketið... beint af kúnni. Ég þarf engin hnífapör!"
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bootcamp, Hádegismatur | Breytt 24.9.2010 kl. 21:33 | Facebook
Athugasemdir
Varð bara að kvitta mín kæra... var að komast að því að þú sért byrjuð aftur að drita inn færslum og búin að lesa og lesa og lesa og.... langt aftur í júlí. Kaffigrauturinn verður sko prófaður enda er Nescafé og Torani mínir bestu vinir í sjeikana ;)
Njóttu beljunnar... ó já njóttu vel :Þ
Ragnhildur Þórðardóttir, 20.8.2010 kl. 12:56
Kræst! Mikið djöfulli er ógeðslega fyndið að lesa eftir þig. Búin að sitja hérna flissandi í hálftíma.
Ómælt takk fyrir mig lol
Dröfn (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 13:32
AHAHAHAHAH las þetta upphátt fyrir Jens! :)
Gott át í kvöld og knús á mömmur og ömmur!
Erna (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 18:21
Ég sendi þér handklæði í hrað-pósti til að þerra tárin á meðan vælu bíllinn er á leiðinni 8)
Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.8.2010 kl. 19:08
Ragga: Kaffigrauturinn er glymrandi snilld og beljan... beljan stóð fyrir sínu. En það var því miður eini rétturinn sem það gerði. Ég kem aldrei til með að fara á Argentínu aftur. Mikil synd.
Dröfn: Nú hva, það er ekkert annað. Gott ég komi einhverjum til að brosa - það hinsvegar fær mig til að brosa. Ánægjulegt nokk.
Erna: Hahhaha... ég skila knúsum á afmælis ömmmömmur. :)
Doddi: Gætirðu sent mér eitt með böngsum og fiðrildum á? Alltaf svo gaman að snýta sér í svoleiðis.
Elín Helga Egilsdóttir, 20.8.2010 kl. 22:46
Ég sendi tvö, eitt fyrir nebbann og eytt fyrir tárin!! 8)
p.s. Alvöru bangsa og fiðrildi eða bara svona skreytinga dæmi? Æ kan dú bóþ!!!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 20.8.2010 kl. 22:58
hvernig er það. hvað þarf maður að vera lærður til að fá að vinna þarna hjá þér og geta borðað þarna í hád. þetta eru engin smá forréttindi..
á mínum vinnustað kemur maturinn frá eh stað. upphitaðógéð sem er vart hægt að borða, og svo enginn hollusta NÉ næring í því..bara gubb...þessvegna eru töppuver alveg minn bestu vinur
Heba maren (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 09:21
Doddus: Alvöru fiðrildi og bara bangsa ef hann heitir Bangsímon. Gæti skapast hættuástæand á heimilinu ef það kæmi hingað svartbjörn sem reyndi að éta matinn minn.
Heba Maren: Þetta er alger eðall. Aðstoðar okkur "hollustu" sjúklingana að halda okkur við efnið fyrir utan hvað það er gott að geta fengið sér mikið af fersku grænmeti í hádeginu. Lúxus út í gegn.
Elín Helga Egilsdóttir, 21.8.2010 kl. 14:05
Gæti skapast hættuástæand á heimilinu ef það kæmi hingað svartbjörn sem reyndi að éta matinn minn.
Ella mín, ég þekki þig nógu vel til þess að vita að svartibjörninn ætti ekki séns, og efast ekki um að þú tækir upp á því að umbreyta honum í dýrindis hambó!!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 23.8.2010 kl. 09:48
Einn risahambó jafnvel!
Þyrfti reyndar frekar stórt grill!
Varðeldapartý hjá mér næstu helgi! Komdu með bjössa, ég skal redda meðlætinu!
Elín Helga Egilsdóttir, 23.8.2010 kl. 12:27
Ég bíð betur, áramótabrennupartý í garðinum hjá nágranna þínum (þá þurfum við ekki að taka til eftir á $$$$).
P.s. eins gott að þú verðir heima þegar ég kem hlaupandi með bjössa á eftir mér, þú síðan tæklar kvekindið og hambóar hann!!!
Halldór Björgvin Jóhannsson, 24.8.2010 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.