Bootkampf niðurstöður

6 vikur yfirstaðnar. Magnað hvað tíminn líður hratt. Sumarið alveg að verða búið.... og jó.. aaaalveg að mæta á svæðið! Woohooo!

Jæja - segið svo að Kampið skili ekki árangri og æðislegheitum! Þolið, bæði lungna og vöðva, allt að koma til. Þetta er ekkert nema gleði.

Hlaup - 2,3 km

  • gleði23.06 - 12.5 mínútur
  • 04.08 - 10 mínútur

Froskar með hoppi

  • 23.06 - 20
  • 04.08 - 38 (hey, meira en ég hélt um daginn *gleði*)

Armbeygjur

  • 23.06 - 30 (12 á tánum)
  • 04.08 - 35 (27 á tánum)

Situps

  • 23.06 - 30
  • 04.08 - 62

Þyngd

  • 23.06 - 60.4
  • 04.08 - 58.4

Fituprósenta

  • 23.06 - 20.3%
  • 04.08 - 15.5%

Þar hafið þið það! Þetta eru kannski engar súpertölur en þetta er byrjun og bæting á öllum sviðum!! Það er geðveikt! Tala nú ekki um þessi tvö kíló í mínus og 5% skafið af í mör. Bjóst samt ekki alveg við því, en hey... bónus! Stefni á ennú betri tíma og skor á næstu 6 vikum þar sem ég er enn að lufsast í einhverju sem kallast "fínt" í þolprófinu en ekki "framúrskarandi".

Átvaglið skal verða.... framúrskarandi! Cool

Þarf líka að bæta í átið til að auka hjá mér styrkinn. Næst á dagskrá!

Og já, ég held það nú aldeilis sérdeilis, mér líður nákvæmlega eins og á myndinni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld, þetta er pottþétt eitthvað sem mig langar að prófa. Má ég vera ótrúlega forvitin og spyrja hvað þú ert há?

SJ (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 08:15

2 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Ég er 174... eða... ég er 173 eftir mjög langan og erfiðan dag ;)

Elín Helga Egilsdóttir, 6.8.2010 kl. 08:26

3 identicon

Get ekki staðist lengur að tjá þér að þú ert snillingur!:) Kíki hingað daglega(og oft á dag *roðn*) og kætist ógurlega yfir bloggdugnaði þínum og superhuman hressleika;) Klárlega til fyrirmyndar! Takk fyrir mig:)

Kveðja, Karen

Karen (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 08:55

4 identicon

vúhú, til lukku með árangurinn :o)

Halla (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 10:03

5 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Karen: Oh bestu þakkir fyrir mín kæra  

Halla: Yayy, takk fyrir það. *hopp* *hopp* *hopp* *froskur með hoppi*

Elín Helga Egilsdóttir, 6.8.2010 kl. 10:35

6 identicon

Það er ekkert annað hægt að segja en glæsilegur árangur hjá þér mín kæra! Þú svo sannarlega ert hvetjandi og algjörlega til fyrirmyndar. Ég veit það bara að bloggið þitt mun ég lesa svo lengi sem þú bloggar ;) þú ert bara æði

Sveinbjörg Eva (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 10:46

7 identicon

sjitt killer form sem þu ert í... innilega til hamingju með þennan árangur.. er ekki bara  að snúa blaðinu við og keppa í fittenss i nov? ;)

Heba Maren (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 11:28

8 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Sveinbjörg: Ohhh  Svo gaman að heyra svona. Takk kærlega fyrir.

Heba Maren: Takk fyrir mín kæra og neiiii ég held ekki. Ekki alveg upp á svið týpan

Elín Helga Egilsdóttir, 6.8.2010 kl. 14:33

9 identicon

Vá þú ert svo dugleg :)

Ef bara ég gæti þetta :/ finn engan aga til að gera mitt.

Harpa Sif (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:03

10 identicon

Þú ert fyrirmyndin mín! Ekkert smá dugleg og öguð.

Klara (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 12:01

11 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Æji mikið eruð þið yndislegar báðar tvær. Ég roðna niður í tær

Og Harpa Sif þú getur þetta sko alveg. Ef þol-lausa nammisvartholið ég get, þá getur þú!!

Væri kannski skemmtilegt að setja inn allar máltíðir yfir daginn + þá hreyfingu sem ég stunda? Ef það kæmi til með að aðstoða einhverja í að byrja að hreyfa sig smá eða breyta um matarræði... eitthvað... það væri ææææði!!

Elín Helga Egilsdóttir, 7.8.2010 kl. 14:29

12 identicon

Takk :) þú ert allavega mikil hvatning!

Já væri gaman að sjá þinn daga listaðan þannig niður ;)

Harpa Sif (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 20:53

13 identicon

Já mættir endilega gera það öðru hvoru ef þú nennir, myndi hjálpa manni helling að fá hugmyndir, ekki það að uppskriftirnar þínar hafa nú líka hjálpað hellings :)

Halla (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 11:39

14 Smámynd: Elín Helga Egilsdóttir

Því skal reddað. Það held ég nú.

Elín Helga Egilsdóttir, 9.8.2010 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband